Fer í sumarhús á aðventunni

Transcription

Fer í sumarhús á aðventunni
Aðventa
1. desember 2013
Bestu leikirnir
í jólapakkann
Finndu
rétta jólatréð
Bestu og verstu
íslensku jólalögin
Eyjajól
Eldu á
Haítí
→ Næturlöng partí og kokkteilar
„
Við
förum
ekki að sofa
Fer í sumarhús
á aðventunni
→ Þórunn Högnadóttir gefur uppskriftir
að ljúffengum kræsingum
Umsjón: Kristjana Guðbrandsdóttir / [email protected]
2 Aðventa
Besta við jólin
„Ætli það sé ekki tíminn á milli jóla og
nýárs þar sem maður þarf ekki að hafa
áhyggjur af neinu nema jólaboðum og
hvaða jólamynd sé næst á dagskrá.“
„
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
Ég hef
alltaf verið
svolítill safnari í
mér og sankað að
mér hlutum
Anna Björk Hilmarsdóttir
20 ára í vinnu
Hlýlegt og
náttúrulegt Elín
„Mér finnst best að slaka á með
fjölskyldunni á aðfangadag, borða
góðan mat og ekki þurfa að stressa mig
á neinu. Ég hlakka til!“
Aðalheiður Hreinsdóttir
23 ára háskólanemi
„Það sem mér finnst best við jólin er að
vera kominn í frí, borða smákökur og
horfa á jólamynd. Einnig að þurfa ekki
að vera bundinn við neitt, heldur gera
það sem ég vil.“
Guðmundur Steinn Hafsteinsson
24 ára knattspyrnumaður
Bríta Sigvaldadóttir við
aðventukrans sinn. Fleiri
verk eftir Elínu Brítu má
sjá á vefslóðinni www.
elinbrita.is Mynd Sigtryggur Ari
Náttúrulegur
einfaldleiki
n Elín Bríta er safnari og fær innblástur frá náttúrunni
Fjölbreytt skraut
Kristjana Guðbrandsdóttir
E
blaðamaður skrifar
„Það er gott og gaman að fá kærkomið
frí. Á gamlársdag hittast góðir Valsarar
og spila gamlársbolta sem er alltaf jafn
skemmtilegt.“
Baldur Þórólfsson
28 ára læknir
[email protected]
lín Bríta Sigvaldadóttir útskrifaðist úr vöruhönnun
síðasta vor. Hún sækir innblástur í náttúruna og finnst
mikilvægt að leyfa áferð
efnanna að njóta sín. „Allt frá því
í barnæsku hef ég sankað að mér
hinum ýmsu hlutum og þá einna
helst úr náttúrunni. Ég var oft með
fulla vasa af steinum og smáhlutum
sem ég fann á ­förnum vegi, þessa
hluti á ég flesta enn í dag og hafa
þeir tilfinningalegt gildi fyrir mig.“
Steinvölur
þróuðust í skart
Risa piparkaka
í formi skrautlegrar jólapeysu
Advania fer skemmtilega og óhefðbundna leið í þátttöku sinni í söfnunarátakinu Jólapeysan 2013.
Advania bað Okkar bakarí um að
baka risastóra piparköku í formi
jólapeysu og er hún til sýnis í verslun Advania að Guðrúnartúni 10.
Jólapeysan 2013 hófst formlega
30. október og er á vegum Barnaheilla – Save The Children á Íslandi – til styrktar mannréttindum
barna. Jólapeysan í ár er hönnuð
af Ragnheiði Eiríksdóttur en uppskrift hennar kostar 1.500 krónur
og allur ágóði rennur til Barnaheilla. Átakinu lýkur svo formlega
13. desember.
Kransinn er hægt að nota
allt árið, hægt er að breyta
lögun hans með ýmsum
hætti. Mynd Sigtryggur Ari
Útskriftarverkefni Elínar Brítu
var í þessum anda, s­máhlutirnir
og steinvölurnar þróuðust í skart
­eftir því sem hún varð eldri og hún
hannaði fallegt skart í ýmiss ­konar
útfærslu sem hún kallar Verndarbaug. Skartið er unnið úr silfri,
þorskleðri, áli, steini og tré, en öll
efnin eru náttúruleg og hafa langan
líftíma. Inni í Verndarbaugnum eru
svo mismunandi samsetningar efna
sem búa yfir ólíkum eigin­leikum.
Verndarbaugur Skartið er unnið úr silfri,
þorskleðri, áli, steini og tré, en öll efnin eru
náttúruleg og hafa langan líftíma.
Einfaldar hugmyndir
Elínar Brítu að jólaskrauti:
Hægt að nota allan
ársins hring
Elín Bríta hannaði aðventukrans
sem hefur eins og skartið langan líftíma og er úr náttúrulegum ­efnum,
hann er hægt er að nota allan ársins
hring. „Hann er samsettur úr sex
hlutum. Í öllum þeirra er pláss ­fyrir
kerti, eins og ég nota hann núna,
þá sný ég tveimur hlutum niður og
þannig mynda ég aðventukrans.
Það er hægt að setja hann saman á
mjög fjölbreyttan hátt.“ n
Einfalt skraut Grenigrein á
brúnum pappa er alltaf fallegt
pakkaskraut.
Greniskraut Svona er grenið
Formfögur tré Þessi tré er einfalt að laga úr viði.
sveigt í hringi, svo má hengja
það upp í fallegum borðum.
4 Aðventa
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
Fallegir snjókristallar
n Lærðu réttu handtökin n Allt sem þarf er hvítur pappír, skæri og smá handlagni
S
njókristallar eru undurfall­
egt náttúruform að líkja
eftir. Allt sem þú þarft er
hvítur pappír, skæri og smá
handlagni. Það má hengja
fallegu snjókristallana í snæri, búa
til úr þeim kransa, nota þá í borð­
skreytingar, skraut á jólapakka og
margt fleira.
Börn taka glöð þátt í þessu ein­
faldra föndri og ef allir leggjast á
eitt má búa til heilan snjóbyl. n
[email protected]
Fallegt Í búðarglugga Mýrinnar við
smábátahöfnina í Reykjavík er að
finna fallegt pappírsskraut. Einföld,
ódýr og falleg leið til að lífga upp á
tilveruna á aðventunni. Mynd Sigtryggur Ari
3. Brjóttu þríhyrninginn í tvennt svo að
hornin mætist.
4. Brjóttu í brotið sem sýnt er. Þú gætir þurft
að aðlaga aðeins brotin til að fá hliðarnar til
að mætast.
OKKAR
LOFORÐ:
5. Klipptu yfir botninn
1. Brjóttu pappírinn til helminga í þríhyrning.
Byrjaðu með ferkantaðan pappír.
2. Brjóttu í annan þríhyrning.
6. Klipptu línur í þríhyrninginn, bæði beinar
og bylgjóttar. Notaðu ímyndunaraflið og
prófaðu þig áfram.
7. Taktu í sundur og mundu að það sem er
fallegt er að enginn kristall er eins.
Engin
óæskileg
aukefni
Lífrænt og
náttúrulegt
**Leiðbeiningar og myndir fengnar frá marthastewart.com
Persónuleg
þjónusta
JÓLAHLAÐBORÐ
ð
Ver s
in
aðe kr.
0
9
9
.
1
Hollusta í hádeginu fyrir hópinn þinn
Matseðill
•
•
•
•
•
•
•
•
Waldorf salat
•
Graflax
•
Reiktur lax
•
Graflaxsósa
•
Reyktur kjúklingur •
Kalkúnabringur
•
Síldarsalöt
í
m
u
d
Sen rtæki
fyri
Hnetusteik
Rauðkál
Rúgbrauð
Laufabrauð
Ris à l’amande
Pekanhnetubiti
ásamt mörgu öðru
Í hádeginu alla fimmtudaga og föstudaga fram að jólum, hefst 5. desember
Borgartún
1 Fákafen 1 Hæðasmári
www.lifandimarkadur.is
Gefðu
námskeið
í jólagjöf
Gjafakort fást
í verslun
Flest stéttarfélög styrkja
félagsmenn sína
til þátttöku á
námskeiðum
hjá okkur.
Heimilisiðnaðarskólinn
Prjón, hekl, þjóðbúningasaumur, baldýring, útsaumur,
orkering, knipl, jurtalitun, tóvinna, vefnaður, leðursaumur
og margt fleira. Prjón og Hekl fyrir útlendinga.
Verslun
Nethyl 2e, 110 Reykjavík
Símar 5517800/5515500
hfi@heimilisiðnaður.is
www.heimilisidnadur.is
Mikið úrval af íslensku prjónabandi og lopa,
prjónum, prjónabókum og blöðum. Efni og tillegg
fyrir þjóðbúningasaum og jurtalitun. Gjafakort.
Opið alla virka frá kl. 12–18. Verið velkomin
6 Aðventa
Hvítt súkkulaði
með chai-te
Ljúfir
jóladrykkir
Sætir, kryddaðir og hátíðlegir
drykkir eru nauðsynlegir í jólaundirbúningnum. Hér eru uppskriftir að góðum drykkjum sem
einfalt og gaman er
að laga.
Myntusúkkulaðikaffi
n Bræðið nokkrar
skífur af After Eightsúkkulaði í mjólk.
n Lagið tvöfaldan espressó og hellið
mjólkinni út í.
n Skreytið með rjóma og ef til vill smátt
muldum Bismark-brjóstsykri.
Trönuberjamímósur
n Settu trönuberjasafa í stað
appelsínusafa,
skreyttu með
kirsuberjum og
appelsínuberki.
Eggjapúns
Eggjadrykkur, sem er kallaður „eggnog“,
á íslensku eggjapúns þykir ómissandi í
bandarísku jólahaldi. Hér er uppskrift að
eggjapúns.
Það sem þarf:
n 1 egg
n 4 msk. sykur
n 4 dl mjólk
n 1/8 tsk. salt
n ¼ tsk. vanilla
Svona farið þið að:
n Brjótið eggið í skál og þeytið það með
sykrinum þangað til það verður létt og
froðukennt.
n Setjið mjólkina, saltið og vanilludropana út í.
n Þeytið allt vel saman.
n Hellið í glösin og stráið ofurlitlu
múskati ofan í glösin.
n Uppskriftin er handa tveimur.
Hvítt súkkulaði með chai-tei
n Lagið chai-te
n Bræðið hvítt súkkulaði í heitri mjólk og
blandið í teið.
n Skreytið með rjóma og sáldrið kanildufti yfir og rífið ef til vill sneið af hvítu
súkkulaði og leggið í miðju.
„Við förum e
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
n Kokkteilar og kókosmjólk á veisluborðum Haíta n Mikill mun
Hörn Heiðarsdóttir
E
blaðamaður skrifar
[email protected]
lda
Thorisson-Faurelien
hefur rekið kaffihúsið Café
Haítí við góðan orðstír frá
árinu 2008. Sjálf er hún frá
þessu litla eyríki í Karíbahafinu og hafa jólahefðir hennar
breyst umtalsvert síðan hún flutti
hingað til lands fyrir sjö árum.
Blaðamaður ræddi við Eldu um
jólin á Haítí auk þess sem hún deilir
uppskriftum að hefðbundinni jólamáltíð sem finna má á veisluborðum Haíta.
Borðað í marga klukkutíma
„Það er algengast að fólk borði
kalkún eða kindakjöt og með þessu
er borið fram salat sem er svolítið sterkt,“ segir Elda, spurð hvað
Haítar borði um jólin. Þrátt fyrir að jólamaturinn sé kannski ekkert svo ólíkur þeim íslenska segir
hún jólahefðirnar á Haítí talsvert
frábrugðnar því sem þekkist hér á
landi.
„Á Haítí er haldið partí alla
nóttina með öllum vinum og ættingjum. Við eldum matinn saman
og svo er borðað alla nóttina. Við
byrjum kannski að borða klukkan
átta og erum að borða til fimm um
morguninn. Við förum ekki að sofa,
eins og á Íslandi,“ segir Elda.
Sofa á jóladag
Hún útskýrir að ekki sé um eina
samfellda máltíð að ræða heldur
borði fólk af og til á meðan veislan
stendur yfir.
„Það er ekki þannig að við borðum og svo sé máltíðin bara búin
heldur er þetta eins og partí. Það
er stórt borð þar sem allir koma
saman, vinir og fjölskylda, og það
er mikill, mikill matur á borðum.
Fólk borðar alla nóttina á milli þess
sem það dansar, drekkur, syngur og
spjallar. Þetta er kallað „réveillon“ á
frönsku. Það þýðir „í alla nótt“ því
fólk fer ekki að sofa. Það vakir alla
nóttina til þess að spjalla, borða og
drekka. Jólahátíðin er haldin 24.
desember og 25. desember eru allir sofandi heima. Þannig að þetta er
svolítið öðruvísi en á Íslandi.“
Kokkteilar og kókosmjólk
Líkt og áður sagði er algengt að Haítar borði kalkún eða kindakjöt á
jólunum en á veisluborðinu má
Jólakalkúnn
frá Haítí
n Undirbúningstími : 1 klst.
n Eldunartími: 4 klst.
n Hitastig: 200°C
Hráefni:
n 5 kg kalkúnn
n 750 gr af hakki
n Steinselja
n 3 hvítlauksgeirar
n Grænn pipar
n Chili
n Skalotlaukur
n Smá edik
n Smá salt
n Sítróna
n Ólífuolía
n Tómatmauk, ein dós
n Smjör
n 3 stórar kartöflur eða 6 sneiðar af
blautu brauði
Aðferð:
n Skref 1: Undirbúið fyllinguna. Bætið
steinselju, hvítlauk, sítrónu og salti eftir
smekk út í hakkið. Bætið við skeið af
kjúklinga- eða nautakjötskrafti, eftir því
hvað þú notar.
n Skref 2: Fyllið kalkúninn með
fyllingunni eftir að þið hafið hreinsað
hann að innan. Saumið síðan kalkúninn
saman og smyrjið með smjöri. Eldið í
stóru fati (pyrex eða rotisserie).
n Skref 3: Bætið grænum pipar og lauk
í kring til þess að skreyta og hyljið síðan
með álpappír allan hringinn. Bleytið
kalkúninn með soði við og við svo að
hann verði ekki þurr. Eldið þangað til
hann verður gullinn eða brúnn.
n Gott er að bera kalkúninn fram með
gulrótum, baunum, maís, hrísgrjónum
og salati. Eða hverju sem er. Þið getið
líka prófað að steikja „plantain“ (stóra
græna banana) á pönnu og haft með.
þó finna ýmislegt sem flestum Íslendingum myndi þykja framandi.
„Þetta byrjar oft með mismunandi salati og svo borðum við
steikta mjölbanana [e. plantain].
Síðan er sérstök jólakaka í eftirrétt. Þetta er sætkartöflukaka með
rúsínum og bönunum og þetta er
kaka sem er alltaf bökuð á Haítí
fyrir jólin. Hún geymist mjög lengi
og verður í raun betri með tímanum svo fólk borðar hana yfir allar
jólahátíðirnar,“ segir Elda og bætir
við að boðið verði upp á þessa köku
á Café Haítí um jólin og með henni
sérstakt jólakaffi sem brennt er á
staðnum.
En hvað er drukkið á aðfanga-
„
Á Haítí er
haldið partí
alla nóttina með
öllum vinum
og ættingjum
dagskvöld?
„Fólk byrjar á smá sopa af
rommi sem heitir Barbancourt
og svo drekka margir líka góð vín
með matnum,“ segir Elda og bætir
við að algengt sé að fólk blandi sér
skemmtilega kokkteila.
„Fólk blandar appelsínum, an-
Emilíana á óvæntum tónleikum í Norræna húsinu
E
n Jóladagatal Norræna hússins er spennandi í ár
milíana Torrini, Ólafur Stefánsson, Kitty Von-Sometime,
Spilimenn Ríkisins, Kór eldriborgara í Neskirkju, Hugleikur Dagsson, Rappstelpur, danshópurinn Area of Stylez, Kristín
Eiríksdóttir ljóðskáld og fleiri
koma fram í Jóladagatali Norræna
hússins 2013.
Á hverju ári heldur Norræna
húsið lifandi Jóladagatal. Jóladagatalið er líkt og jólahátíðin markað hefðum, venjum og helgisiðum. Á hverjum degi kl. 12.34 frá
1.–23. desember, verður opnaður
nýr gluggi á dagatalinu og gestir fá
að njóta skemmtiatriðis í sal Norræna hússins.
Fólk fær að vita hverjir taka þátt
í dagatalinu það er öll 23 atriðin en
það veit ekki hvenær hver kemur
fram. Það er því mjög spennandi að
koma og fylgjast með þegar gluggi
er opnaður.
Markmiðið með jóladagatalinu
er að bjóða fólki upp á skemmtilega en jafnframt óvenjulega dagskrá í hádeginu á aðventunni. Fólk
fær að kynnast fjölbreyttum listviðburðum sem fjalla ekki endilega
um jólin. Jóladagatalið er fyrir alla
og aðgangseyrir er enginn.
Listakonan Sara Riel gerir dagatalið í ár en á hverju ári er listamaður fenginn til að búa til jóladagatalið þar sem fram kemur hverjir
taka þátt í því, klukkan hvað það er
og hvar (hverjir, hvenær og hvar).
Allir gestir Norræna hússins fá
óáfenga jólaglögg og piparkökur til
að gæða sér á áður en atriðið hefst. n
[email protected]
Kristín Eiríksdóttir Ljóðskáldið og
rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir mun lesa
upp úr verkum sínum.
Emilíana Torrini Skemmtiatriðin eru af ýmsum toga en meðal listamanna sem troða upp
er Emilíana Torrini. Mynd Davíð Þór Guðlaugsson
Helgarblað
Aðventa 7
29. nóvember–1. desember 2013
ekki að sofa“
nur á jólahefðunum á Haítí og Íslandi n Sofið á jóladag
Ólíkir jólasiðir Elda segir
jólahefðir Haíta talsvert frábrugðnar þeim íslensku.
Ódýrar
jólagjafir
Það getur verið erfitt að finna gjafir á viðráðanlegu verði. Sumir eiga
líka allt og þá vandast heldur betur málið þegar finna á réttu gjöfina. Ódýrar heimagerðar gjafir
með mikla hugsun að baki geta
verið góður kostur. DV tók saman
hugmyndir að nokkrum einföldum og ódýrum jólagjöfum sem að
flestir geta töfrað fram sjálfir.
n Uppskriftabók
Griot
Hráefni:
n 2 kg af svínakjöti
n Sítróna
n Salt
n Pipar
n Græn paprika
n Hvítlaukur
n Steinselja
n Timjan
n Kjúklingakraftur frá Maggi
n Laukur
n Skalotlaukur
Aðferð:
n Skref 1: Undirbúið maríneringuna.
Malið steinselju, negul, timjan, skalotlauk, chili og hvítlauk og bætið við smá
salti, kjúklingakrafti og sítrónusafa.
n Skref 2: Þvoið svínakjötið, skerið það
í stóra teninga og látið marínerast eftir
smekk. Stillið eftir þörfum með því að
bæta við smá salti eða sítrónusafa. Ef
nauðsyn krefur, bætið bragðið með smá
balsamik ediki eða hvítu ediki.
n Skref 3: Sjóðið þar til kjötið er soðið
og aðskiljið þá fitu og sósu. Steikið að
lokum kjötið yfir lágum hita til að
útkoman verði sem best. Bætið smá
lauk og smá grænum pipar í sósuna að
lokum.
Jólakaka frá Haítí
Hráefni:
anas og rommi og setur sítrónu og
myntu út í. Svo blandar fólk líka
rommi út í kókosmjólk, það er alltaf
drukkið fyrir jólin.“ n
n 2 stórar sætar kartöflur
n 2 vel þroskaðir bananar
n 2 msk. smjör
n 3 egg
n 1/4 dl púðursykur
n 50 cl kókosmjöl
n 25 cl mjólk
n 1/4 bolli hlynsíróp
n 1/4 tsk. kanill
n 1/2 tsk. vanilludropar
n 1/2 tsk. salt
n 1/4 bolli rúsínur
n 1 cl engifer
Jóla-Cremas frá Haítí
Hráefni:
n 1 l af sterku áfengi (til dæmis hvítu
rommi eða kornalkóhóli, s.s. Everclear)
n 2 bollar mulinn sykur
n 1/4 bolli vatn
n 3 kanilstangir
n 14 ml sæt, niðursoðin mjólk
n 12 únsur ósæt, niðursoðin mjólk
n 15 ml kókosrjómi
n 2 msk. kjarnar úr vanillustöng
n 1 msk. möndlukjarnar
n 1 tsk. mulið múskat
n 1 tsk. mulinn kanill
n 1 tsk. salt
n „Zest“ af tveimur súraldinum
Aðferð:
Setjið mulinn sykur, kanilstöng og vatn
í pott og setjið á lágan hita. Leyfið
sykrinum að leysast alveg upp en verið
varkár svo blandan verði ekki brún.
Aðferð:
n Rífið kartöflurnar niður í litla strimla
og maukið bananana saman við í stórri
skál. Hitið smjör og blandið eggjunum
við, setjið blönduna síðan saman við
kartöflublönduna. Blandið síðan öllu
saman ásamt helmingnum af rúsínunum.
Hinn helmingurinn fer ofan á kökuna til
skreytingar.
n Bakið í 15 mínútur við 180°C eða þangað
til kakan verður gullbrún.
Takið sírópið af hitanum og hellið
varlega í breiða skál. Þegar sírópið
hefur kólnað (þið getið séð að kristallar
hafa myndast) er það þeytt saman
við Everclear eða annað sterkt áfengi
en athugið að kornáfengi er ótrúlega
eldfimt svo þetta verður að gera fjarri
hita. Þegar áfengið og sírópið hafa
blandast alveg saman er blandan þeytt
af krafti við sæta, niðursoðna mjólk í
jöfnum straumi (þetta mun koma í veg
fyrir að mjólkin þykkni). Endurtakið
með ósætu, niðursoðnu mjólkinni og
kókosrjóma. Bætið súraldin-„zesti“,
vanillu- og möndlukjörnum, múskati,
kanil og salti saman við blönduna. Setjið
til hliðar í 1–2 klst. til að leyfa bragðinu
að blandast. Hellið í gegnum fínt sigti
og setjið í glös. Skreytið með múskati og
berið fram. Setjið afganginn í glerflöskur
og geymið í myrku, köldu herbergi.
Steiktir mjölbananar
Hráefni: Fimm plantain (mjölbananar)
Aðferð:
Afhýðið mjölbanana, skerið í sneiðar og
steikið. Eftir fyrstu steikingu, ýtið þeim
með spaða eða einhverju sem getur haldið
í nokkrar sekúndur og setjið mjölbananana svo í saltvatn. Steikið í annað sinn þar
til þeir hafa brúnast vel. Berið fram með
sósu eða grænu salati.
Vilja setja heimsmet í Hókí pókí
J
n Kl. 16 – Sunnudaginn 1. desember – Ljósin tendruð
ólastjörnurnar Sigríður Thorlacius og Ragnhildur Gísladóttir syngja jólin inn í hjörtu
landsmanna ásamt einvala liði
tónlistarmanna þegar ljósin verða
tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli kl. 16, sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Viðburðurinn hefur um áratuga skeið markað
upphaf jólahalds í borginni og á
sér fastan sess í hjörtum borgarbúa
sem fjölmenna á viðburðinn hvert
ár. Kynnir er eins og áður Gerður G.
Bjarklind.
Fyrir hönd Reykvíkinga mun Jón
Gnarr veita grenitrénu viðtöku úr
hendi Dag Wernø Holter sendiherra
Noregs og Rinu Marin Hansen,
borgarfulltrúa Verkamannaflokksins í Ósló. Að loknu þakkarávarpi
mun hinn sjö ára gamli norsk-ís-
lenski Ólafur Gunnar Steen Bjarnason tendra ljósin á trénu.
Heyrst hefur að Giljagaur,
Gluggagægir og Stúfur líti við, en
þeir hafa laumað sér í bæinn til að
segja börnunum sögur og syngja
jólalög ásamt hljómsveit. En það
er ekki allt og sumt því þeir ku
einnig vera að undirbúa setningu
heimsmets í Hókí pókí á Austurvelli og vonast til þess að öll börn í
Reykjavík sláist með þeim í hópinn.
Eimskip hefur frá upphafi flutt
Óslóartréð til Reykjavíkur, borgar­
búum að kostnaðarlausu. Jón
Gnarr borgarstjóri, tók þátt í að fella
12 metra hátt grenitréð í skóglendi
utan við Ósló. Tréð er 42 ára gamalt og var valið fyrir 10 árum síðan
sem framtíðar vinagjöf til Reykjavíkurbúa.
Borgarstjóri felldi tréð Jón Gnarr tók þátt í að fella
12 metra hátt grenitréð í skóglendi utan við Ósló. Tréð
er 42 ára gamalt og var valið fyrir 10 árum síðan sem
framtíðar vinagjöf til Reykjavíkurbúa.
Það kunna allir að meta góðan
mat en margir kvarta yfir hugmyndaleysi við eldamennskuna.
Gefðu út þína eigin uppskriftabók fyrir jólin og deildu þínum
uppáhaldsuppskriftum með ættingjum og vinum. Þetta þarf alls
ekki að vera dýrt. Taktu saman
uppáhaldsuppskriftirnar, skrifaðu þær upp í tölvu eða handskrifaðu og ljósritaðu svo. Hægt er
að myndskreyta að eigin vali. Þú
getur tekið myndir af réttunum
eða skreytt á einhvern annan hátt.
Gefðu ímyndunaraflinu lausan
tauminn!
n Smákökur
Það vilja allir
fá góðar kökur.
Bakaðu gómsætar jólasmákökur og settu í fallega
skreytta körfu, box eða hvað sem
þér dettur í hug. Krúttleg og gómsæt gjöf.
n Konfekt
Komdu þér í jólagírinn með því að
gera gott og jólalegt jólakonfekt.
Settu svo afraksturinn í fallegar
umbúðir og gefðu í gjafir. Yfirleitt er hægt að fá ódýra og fallega
gjafakassa í búðum eins og Tiger,
Söstrene Grene og IKEA.
n Skrifaðu sögu
Býr í þér rithöfundur? Af hverju
ekki að láta drauminn rætast og
skrifa sögu. Hægt er að útbúa
hana á ódýran hátt, prenta út
sjálfur og hefta saman. Ef þú ert
lunkinn teiknari þá gætir þú líka
myndskreytt söguna. Gætir skrifað
sögu fjölskyldunnar eða barnasögu fyrir börnin í fjölskyldunni.
Eða ort ljóð. Allt er hægt!
n Dagatal
Það þurfa allir
að eiga fall­
egt dagatal
fyrir næsta
ár. Búðu til
dagatal og
myndskreyttu
hvern mánuð. Það getur til dæmis verið sniðugt að hafa myndir af börnunum til þess að gefa
ömmu og afa. Svo má líka bara
myndskreyta með teikningum eftir börnin eða myndskreyta hvern
mánuð með fallegum myndum
sem henta.
n Tónlist
Búðu til safndisk með öllum
uppáhaldsjólalögunum þínum
eða eftirminnilegum lögum sem
minna þig á þann sem á að fá gjöfina. Góð tónlist gleður alltaf.
n Barnapössun
Síðast en ekki síst þá verður dagskrá hátíðarinnar túlkuð á táknmáli,
heitt kakó og kaffi mun verma kalda
kroppa og bílastæðahúsið í Ráðhúsinu verður opið til að auðvelda gestum aðgengi að hátíðarsvæðinu. n
Gefðu þreyttum foreldrum frí í
jólagjöf! Kostar þig ekki neitt en
líklega kunna foreldrarnir afskaplega vel að meta þessa gjöf. Þú
getur til dæmis búið til ávísun upp
á pössunartíma. Foreldrarnir geta
svo innleyst ávísunina næst þegar
þeir þurfa á pössun að halda.
8 Aðventa
29. nóvember–1. desember 2013
Hvað merkir
aðventa?
Forvitinn lesandi Vísindavefjarins
spurði: „Hvað er aðventa?“ Í svari
við spurningunni kemur fram að aðventa sé annað heiti á jólaföstu. Hún
hefst fjórða sunnudag fyrir jóladag
og stendur því í fjórar vikur. Þá kemur fram að orðið aðventa hafi verið
notað í málinu að minnsta kosti frá
því á 14. öld og er tökuorð úr latínu
adventus í merkingunni „tilkoma“.
Að baki liggi
latneska sögnin advenio
„ég kem til“
sem leidd er af
latnesku sögninni venio „ég
kem“ með forskeytinu ad-.
Vísindavefurinn segir að framan af virðist
sem orðið jólafasta hafi verið algengara í máli fólks ef marka má
dæmi í fornmálsorðabókum og í
orðasafni Orðabókarinnar. Nafnið er
dregið af því að í kaþólskum sið var
fastað síðustu vikurnar fyrir jól og
ekki etið kjöt. Í Grágás, hinni fornu
lögbók Íslendinga, stendur til dæmis: „Jólaföstu skal fasta hvern dag og
tvær nætur í viku nema messudagur
taki föstu af“ og á öðrum stað segir:
„Jólaföstu eigum vér að halda. Vér
skulum taka til annan dag viku að
varna við kjötvi, þann er drottinsdagar eru þrír á millum og jóladags
hins fyrsta. Þá skal eigi eta kjöt á
þeirri stundu nema drottinsdaga
og messudaga lögtekna.“ Þá greinir
vefurinn frá því að Árni Björnsson
hafi fjallað rækilega um aðventuna
og jólaföstu í bókinni Saga daganna.
Þar komi meðal annars fram að aðventukransar hafi verið lítt áberandi
fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og
urðu ekki algengir fyrr en milli 1960
og 1970.
Helgarblað
Topp 10: Jólamyndir
n Sígildar jólamyndir má horfa á ár eftir ár n Batna með tímanum
Auður Alfífa Ketilsdóttir
Y
blaðamaður skrifar
[email protected]
firsnúningur og æðibunugangur einkenna aðventuna
hjá mörgum en fátt er betra
eftir búðaráp, jólastress,
þrif og smákökubakstur en
að henda sér í stofusófann yfir góðri
jólamynd, sérstaklega ef hún sýnir
kaos og óhöpp á ofsafengnari skala
en mögulegt er að fjölskyldan lendi í,
jafnvel þó allt fari á versta veg. DV tók
saman nokkrar sígildar jólamyndir en þess ber að geta að jólamyndir
eru þess eðlis að ekkert mælir gegn
því að horft sé á þær aftur og aftur, jól
eftir jól og sumir vilja jafnvel meina
að þær batni með tímanum.
1. Holiday (2006) Amanda
og Iris, leiknar af Cameron
Diaz og Kate Winslet, skiptast á
heimilum yfir jólahátíðina og kynnast báðar heimamönnum og ástin
tekur völd. Mynd sem er alveg án
„boy looses girl“ (eða í þessu tilfelli
„girl looses boy“) kafla og er ljómandi góð þrátt fyrir svolítið næntís
vináttusamband Kate við gamlan
mann og þrátt fyrir að hinn mjög
svo óþolandi Jack Black leiki einn
ástmann. Jude Law, sem leikur hinn
ástmanninn, bætir það margfalt
upp.
1
2. Die Hard (1988) John
McClane, leikinn af Bruce
Willis, er lögreglumaður frá New
York sem reynir að bjarga lífi eiginkonu sinnar Holly Gennaro og fjölda
vinnufélaga hennar sem tekin eru
sem gíslar af þýska hryðjuverkamanninum Hans Gruber í jólagleði
í Nakatomi Plaza í Los Angeles.
Ekkert segir „gleðileg jól“ eins og
„yippi – kai – yai motherfucker.“
3
3. Scrooged (1988) Bill
Murray leikur hinn sjálfselska
og á tíðum andstyggilega Frank
sem stýrir stóru fjölmiðlafyrirtæki
en hittir fyrir á aðfangadagskvöld
þrjá drauga sem kenna honum sitt
af hverju um forgangsröðun í lífinu.
Þetta er frábær útgáfa af Jólaævintýri
Dickens og okkar maður nær að vera
hressilega mikill fáviti áður en hann
lærir sína lexíu.
4. Snowman (1982) Ævin-
4 týrateiknimynd án orða um
lítinn strák sem býr til snjókarl á
aðfangadagskvöld. Um nóttina lifnar
snjókarlinn við og fer með stráknum
í ferðalag til norðurpólsins. Þetta er
mjög falleg mynd sem margir muna
eftir að hafa horft á aftur og aftur.
2
Jólatilboð!
Klassík Hrekkjavöku
og jólum er snúið
saman í klassískri
mynd Tims Burton.
vinsældum fyrri myndarinnar og
fjallar um Kevin, leikinn af Macaulay
Culkin, og gerist einu ári eftir að
hann var óvart skilinn eftir heima
þegar fjölskylda hans fór í jólafrí.
Fyrir röð óhappa endar hann aleinn
í New York-borg en glæpamennirnir
frá fyrri jólum eru ekki langt undan.
Dúfukonan er ástæðan fyrir því að
mynd númer 2 er á listanum frekar
en númer 1.
7
5
5. Desember (2009)
Desember, með Tómasi
­ emarquis og Lovísu Sigrúnardóttur
L
í aðalhlutverkum, fjallar um Jonna
sem er nýfluttur heim til Íslands
eftir langa dvöl í útlöndum. Smám
saman kemst hann að því að margt
er öðruvísi en hann hélt og verkefnið
að halda gleðileg jól verður kannski
erfiðara en hann hugði. Hugljúf
mynd með hæfilegum jólaskammti
af félagslegu raunsæi.
ington, graskerskonungur Hrekkjavökubæjar, er orðinn leiður á að
gera það sama á hverri hrekkjavöku.
Einn daginn rekst hann á Jólabæinn og verður svo uppnuminn af
jólahátíðinni að hann reynir að fá
íbúa Hrekkjavökubæjar til að fagna
jólahátíðinni með sér en það tekst
þó ekki alveg sem skyldi. Sígild
mynd eftir Tim Burton.
6. Home Alone 2 (1992)
Home Alone 2 fylgir eftir
9
9. National Lampoon´s
Christmas Vacation (1989)
Griswold-fjölskyldan býr sig undir
að fagna jólunum en ekkert fer eins
og ætlað er. Þetta er sprenghlægileg
stórslysamynd í léttum dúr með
sjálfan Chevy Chase í aðalhlutverki.
10
10. Home for the Holidays
(1995) Holly Hunter leikur
forvörðinn Claudiu sem missir
vinnuna í upphafi myndar en eins
og það sé ekki nóg þá þarf Claudia
að halda upp á hátíðina heima
hjá foreldrum sínum án unglingsdótturinnar sem lýsir því yfir að hún
ætli að eyða hátíðinni með kærasta
sínum. Þessi mynd er strangt til
tekið er ekki jólamynd heldur þakkargjörðarmynd en hún fær að fljóta
með vegna stemningarinnar og þess
hversu vel hún lýsir breyskleika og
skringileika hefðbundinnar vísitölufjölskyldu.
Aðrar góðar:
8
6
7. Nightmare Before
Christmas (1993) Jack Skell-
eru fyndnir þó rómansinn verði
svolítið truflandi vegna þess sama
einfaldleika. Börnum finnst þessi
mynd líka fyndin.
8. Elf (2003) Eftir að hafa
óvart sett allt á annan endann
í samfélagi álfa á norðurpólnum,
vegna ótrúlegrar stærðar sinnar
er Buddy, maður sem alinn hefur
verið upp sem álfur og leikinn er
af Will Ferrel, sendur til Bandaríkjanna til að kynnast uppruna sínum.
Brandararnir snúast aðallega um
einfaldleika okkar manns en þeir
Muppets Christmas Carol (1992), Bad
Santa (2003), Joyeux Noel (2005),
White Christmas (1954). Gremlins
(1984), Die Hard 2 (1990), Love Actually
(2003) Rare Export: A Christmas Tale
(2010), Bridget Jones (2001), The Ref
(1994), Batman Returns (1992), The
Santa Clause (1994), Miracle on 34th
Street (1947), Holiday Inn (1942), While
You Where Sleeping (1995), Deck the
Halls (2006), It‘s a Wonderful Life
(1946), How the Grinch Stole Christmas!
(1966).
Gjafir frá afa og ömmu
H
DV EHF.
n Hafsteinn og Gruðríður halda upp á jólin í foreldrahúsum
Laugavegi 86 - Sími: 511 2004
afsteinn Briem og G
­ uðríður
Harpa Ásgeirsdóttir eignuðust frumburð sinn í sumar. Hann ber nafnið Marel og
verður rúmlega hálfs árs þegar fjölskyldan heldur upp á sín fyrstu jól
saman.
„Við verðum hjá foreldrum
­mínum í Kópavoginum,“ segir Hafsteinn þegar blaðamaður spyr hann
hvar fjölskyldan hyggist verja sínum fyrstu jólum saman. Það heyrist
í Marel í bakgrunni og Hafsteinn segir þá feðga nývaknaða. „Við ­félagarnir
liggjum hérna saman, nývaknaðir og
flottir.“
Síðar á aðfangadagskvöld ætlar
fjölskyldan að fara til móður Guðríðar Hörpu og á gamlárskvöld verða
þau að öllum líkindum hjá pabba
hennar. Hafsteinn segist spenntur að
upplifa jólin í fyrsta skipti sem faðir.
„Það er rosagaman. Þegar hann
verður síðan eldri fær maður að upplifa spenninginn í gegnum hann.
Maður var kominn með smá leiða á
þessu,“ segir Hafsteinn og hlær. „Ég
var mikið jólabarn þegar ég var lítill
en það hefur eitthvað fjarað undan
því síðastliðin ár.“
Hafsteinn býst við því að Marel
muni fá meira en nóg af gjöfum á sínum fyrstu jólum.
„Ég veit að amma hans og afi eiga
eftir að dæla í hann gjöfum. Það er
ekkert sem mun koma mér á óvart,“
segir Hafsteinn að lokum. n
[email protected]
Fjölskyldan Hafsteinn segir litlu fjölskylduna spennta fyrir fyrstu jólum Marels.
Mynd Facebook-síða Hafsteins Briem
íslensk hönnun . íslensk
framleiðsla
.
íslensk hönnun íslensk framleiðsla
FRÍR FLUTNINGUR
er*
semFLUTNINGUR
Hvert á land
FRÍR
Hvert á land sem er*
* Flytjandi flytur vöruna
á þá stöð sem næst er viðskiptavini
* Flytjandi flytur vöruna
á þá stöð sem næst er viðskiptavini
„Ég vel
íslenskt...“
„Ég vel íslenskt...“
- Jói Fel
- Jói Fel
Komdu í sýningarsali okkar og fáðu faglega þjónustu
í sýningarsali
og fáðu
faglega þjónustu
og ráðgjöfKomdu
innanhússarkitekta
við okkar
val á Brúnás
innréttingum
og ráðgjöf innanhússarkitekta við val á Brúnás innréttingum
www.brunas.is
www.brunas.is
Ármúli 17a . 108 Reykjavík . sími: 588 9933 | Miðás 9 . 700 Egilsstaðir . sími: 470 1600
Ármúli 17a . 108 Reykjavík . sími: 588 9933 | Miðás 9 . 700 Egilsstaðir . sími: 470 1600
10 Aðventa
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
Sælkerar á aðventu
n Rósa Guðbjarts kennir lesendum að útbúa makrónur n Gísli lagar ljúffengan súkkulaðidrykk
Undirbýr sig vel „Læt þó ósagt
Kristjana Guðbrandsdóttir
R
blaðamaður skrifar
hversu mikið ég nota þá en það er
róandi að skrifa niður hugmyndir.
Svo reyni ég að baka smá, vera með
vinum og fjölskyldu, horfa á jólamyndir, halda matarboð og hlusta
mjög mikið á jólalög.“ Mynd Sigtryggur Ari
[email protected]
ósa Guðbjartsdóttir matgæðingur vill frið og ró á
heimilinu fyrir jólin. „Ég
reyni að hafa andann lágstemmdan því mér finnst
mikilvægt að stressa ekki börnin upp
fyrir jólin. Um leið og einhver falleg
jólaljós eru komin upp, kveikt er á
kertum og kakó- eða smákökuilmur
er í loftinu þá svífur rétti andinn yfir
vötnum,“ segir Rósa.
Gerir tilraunir á aðventunni
Henni finnst gott að gæða sér á
bökuðum eplum með góðgæti og á
það til að detta í alls kyns dellur á
aðventunni.
„Heitt súkkulaði með ferskum,
smátt söxuðum chilipipar er orðið
eitt af því sem ómissandi er að
gæða sér á og bökuð epli fyllt með
súkkulaði, hnetum og svo toppuð
með þeyttum rjóma eða ís eru líka
æðislega jólaleg og orðin skemmtileg hefð hjá okkur á heimilinu.
Mér finnst gaman að prófa eitthvað nýtt á þessum árstíma eins
og á öðrum tímum þótt nánast sé
nauðsynlegt að gæða sér á ýmsu og
verði að hefð. Oft „dett ég í dellur“
á aðventunni. Fyrir ein jól einbeiti
ég mér kannski að eigin tilraunum
í smákökubakstri, bý til heilsusælgæti eða helli mér í konfektgerð.
Nú er ég að prófa mig áfram við
makrónugerð með fínum árangri.“
Lesendur DV njóta góðs af
einni dellunni, en nú prófar hún
sig áfram í makrónugerð með góðum árangri og gefur uppskrift að
rabarbara- og rifsberjamakrónum en Rósa hefur gefið út nýja bók
þar sem finna má fleiri uppskriftir,
Makrónur - uppskriftabók.
„
Mér
finnst
gaman að
prófa eitthvað
nýtt á þessum
árstíma
Makrónur – aðferð:
Forhitið ofninn í 150°C. Setjið
möndlumjöl og flórsykur í bland­
ara og hakkið í fínt duft. Stráið
möndlu- og flórsykurblöndunni
beint á ofnplötu. Setjið inn í ofn
í 5–7 mínútur. Takið síðan út og
látið kólna. Setjið eggjahvítur í
stóra skál og stífþeytið með rafmagnsþeytara. Bætið þá sykrinum út í og þeytið á meðan. Bætið
síðan matarlit (skv. uppskrift) út í
eggjahvíturnar. Þeytið vel þar til
blandan verður mjúk og samfelld.
Stráið þá möndlu- og flórsykurblöndunni yfir eggjahvíturnar
með sigti. Hrærið með sleif. Setjið
deigið í sprautupoka með sléttum
hring­laga stút. Þekið ofnplötu með
bökunarpappír og sprautið deiginu í um 30 jafnstóra hringi. Látið
standa á þurrum stað í að minnsta
kosti. 1 klukkustund svo skeljarnar
„harðni“ eilítið. Bakið síðan í ofni
í 10–12 mínútur við 150°C. Takið
úr ofninum og hellið örlitlu vatni
á milli bökunarpappírsins og ofnplötunnar. Gufan sem myndast
mun leysa makrónurnar að mestu
frá pappírnum. Leysið kökurnar
svo alveg frá með spaða og látið
kólna. Rabarbara- og rifsberjasulta
er svo sett á milli og hentar vel
þeim sem eiga rifsber og rabarbara
í frystinum að útbúa hana. Annars
er hæglega hægt að blanda saman
tilbúnum sultum, það er að segja
rabarbara og rifsberja og smyrja á
kökurnar.
Rabarbara- og rifsberjamakrónur – 15 stk.
Í skeljarnar:
n
n
n
n
n
2 eggjahvítur (60 gr)
60 gr möndlumjöl
110 gr flórsykur
20 gr sykur
grænn matarlitur
Rabarbara- og rifsberjamakrónur
Skemmtilegar makrónukökur úr smiðju
Rósu Guðbjartsdóttur.
Rósa Guðbjartsdóttir
dettur í dellur Oft „dett
ég í dellur“ á aðventunni.
Fyrir ein jól einbeiti ég mér
kannski að eigin tilraunum
í smákökubakstri, bý til
heilsusælgæti eða helli
mér í konfektgerð. Nú er
ég að prófa mig áfram við
makrónugerð með fínum
árangri.“ Mynd Sigtryggur Ari
Ljúffengt og jólalegt Heitt súkkulaði
með chili, kanil og appelsínu. Mynd Sigtryggur Ari
Í sultuna:
n
n
n
n
150 gr rabarbari
75 gr rifsber
75 gr sykur
10 gr sultuhleypir
Skerið rabarbarann í bita
og setjið í pott með rifsberjunum, sykrinum og 2 msk. af vatni.
Látið sjóða í 10–15 mínútur eða
þar til orðið vel mjúkt, setjið þá
í blandara eða matvinnsluvél og
maukið. Hellið maukinu í pott og
bætið sultuhleypinum saman við.
Sjóðið í 2–3 mínútur og látið svo
kólna. Geymið í kæli.
Róandi að skrifa lista
Gunnar Helgi Guðjónsson er mikill sælkeri og starfar matreiðslu­
maður á K-bar. Hann segist
undir­
búa sig vel á aðventunni
og skrifar ítarlega lista yfir það
sem hann ætlar að gera varðandi
jólagjafir, skreytingar, bakstur og
jólakort. „Læt þó ósagt hversu
mikið ég nota þá en það róandi að
skrifa niður hugmyndir. Svo reyni
ég að baka smá, vera með vinum
og fjölskyldu, horfa á jólamyndir, halda matarboð og hlusta mjög
mikið á jólalög.“
Gunnari Helga vinnst gaman
að baka smákökur á aðventunni.
„Ég á mér ekki neina uppáhalds,
nema kannski spesíur með súkku­
laðidropum. Svo baka ég stundum enska jólaköku og vökva hana
með appelsínusafa og geri allskonar konfekt. Mér finnst mjög
mikilvægt að borða jafnt og þétt
yfir aðventuna, enda algjörlega fáránlegt að reyna að troða sig út af
öllu góssinu á nokkrum dögum.
Annars finnst mér best að drekka
malt og appelsín, heitt súkkulaði
og borða laufabrauð,“ segir hann
og deilir með lesendum ljúffengri
uppskrift að heitu súkkulaði með
chili, kanil og appelsínu.
n 300 gr. 70% súkkulaði
n 500 ml rjómi
n Hálft chilli, saxað
n Börkur af hálfri appelsínu
n 1 kanilstöng
n Hálf vanillustöng, klofin í tvennt
n 2 msk sykur
Allt sett í pott og hitað á mjög vægum hita í 40 mín. Svo er kanilstöngin
veidd uppúr og hellt í uppáhalds
bollann og þeyttum rjóma bætt við. n
RÚM
Allt fyrir svefnherbergið
Rúm | Sængurver | Springdýnur | Púðar og rúmteppi | Kistur og náttborð
Gaflar | Heilsukoddar | Dýnuhlífar og lök | Fylgihlutir
d v e h f. 2013
Íslensk
hönnun
Opið alla virka daga frá kl. 9–18, lau 10–14 og sun fram að jólum 13–16
RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 | www.rbrum.is | [email protected] | Erum á
12 Aðventa
Fer í sumarh
á aðventunn
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
n Fellir sitt eigið jólatré með fjölskyldunni n Kallar ekki allt ömmu sína í eldhúsinu
Jólalegt
Íris Björk Jónsdóttir
Þ
blaðamaður skrifar
Þórunn er flink
að skreyta
heimilið eins og
sjá má hér. Mynd
[email protected]
órunn Högnadóttir er mik­
ið jólabarn. Hún byrjar
að skreyta heima hjá sér í
byrjun nóvember og það
er ekki óalgengt að hún sé
búin að pakka inn nokkrum jóla­
gjöfum í október. Jólatónlistin fer
á fóninn þegar hún byrjar að skrifa
jólakortin – sem er í byrjun hausts.
Fjölskylda Þórunnar nýtur góðs
af húsmóðurhæfileikum hennar
en þrátt fyrir að vera í fullu starfi
við að stýra tímariti sínu, Home
Magazine, virðist hún hafa nægan
tíma til þess að sinna heimilinu.
Þórunn er mikill sælkeri og kallar
ekki allt ömmu sína í eldhúsinu.
Við kíktum í heimsókn til Þórunn­
ar á dögunum.
Hvenær er tímabært að fara
að huga að jólagjöfum og
skreytingum?
„Það er bara núna myndi ég segja,
þetta er akkúrat tíminn til þess
að skreyta, kveikja á kertum og
gera huggulegt heima hjá sér. Ég
byrja reyndar að skreyta í byrjun
nóvember, en það er önnur saga. Á
þessum tíma ætti fólk að fara að spá
í hvaða gjafir henta hverjum og ein­
um. Það er ekki sniðugt að geyma
það fram á síðustu dagana í desem­
ber þegar jólastressið stendur sem
hæst. Það er samt yndislegt að kaupa
eina eða tvær gjafir á Þorláksmessu í
miðbænum,“ segir Þórunn.
Þeir sem sjá færslur Þórunn­
ar á Facebook hafa tekið eftir því
að hún hreinlega elskar ný föt og
nýja skó. Hún segist ekki hafa far­
ið í jólaköttinn enn og stefnir á að
halda því óbreyttu.
„Þar sem ég hef mjög gaman af
fötum og skóm, þá fæ ég mér alltaf
eitthvað nýtt til að vera í yfir há­
tíðarnar. Síðastliðin ár, þá hef ég
alltaf valið mér þannig dress að ég
get notað það líka hversdags.“
Jólahefðin?
„Við fjölskyldan förum alltaf á
jólatónleika og jólahlaðborð í des­
ember. Svo bökum við mæðgur
sörur og lagtertur saman fyrir
aðventuna. Svo er það sumar­
bústaðar­ferðin með stórfjölskyld­
unni á fyrsta í aðventu. Þar er horft
á jólamyndir, bakað og borðað­
ur góður matur, svo er toppurinn
þegar við förum Haukadalsskóg og
fellum okkar eigið jólatré.“
Hvað finnst þér vera
ómissandi á aðventunni?
„Jólalögin og ljósin eru dásam­
leg á þessum tíma. Ilmurinn af ný­
bökuðum smákökum og samveran
með þeim sem maður elskar topp­
ar þetta. Þessi árstími er yndislegur
í alla staði og ég byrja að hlakka til
hans á sumrin.“
Heimili Þórunnar er vel skreytt
Sigtryggur Ari
Ilmar af jólum Greinar prýða heimilið og
eru víða. Mynd Sigtryggur Ari
„
Hvert
herbergi
er skreytt með
heildarmyndina
að leiðarljósi
og allt smellur saman eins og flís
við rass. Hún er skipulögð að eðlis­
fari og eru skreytingarnar í sam­
ræmi við það.
„Mér finnst fallegt að hafa hrein­
dýr og stjörnur úti um allt hús. Hvert
herbergi er skreytt með heildar­
myndina að leiðarljósi. Þannig er
ég bara, en það þýðir ekki að mér
finnist ekki annað flott. Svona vil ég
bara hafa það heima hjá mér.“
Þórunn er á heimavelli sem rit­
stýra á sínu eigin tímariti. Erlendu
innlitin sem eru í Home Magazine
hafa vakið athygli, en þar er litið
inn á heimili þekktra sem óþekktra
einstaklinga sem búa afar glæsilega.
En hvernig skyldi Þórunn komast í
þessi fallegu innlit erlendis?
„Ég er náttúrulega bara með
þetta,“ segir Þórunn og hlær og bæt­
ir svo við. „Þetta er allt spurning um
að tala við rétta fólkið og vera vel
tengdur.“
Kertajós Það þarf ekki að vera flókið að
skreyta. Einfalt og smart. Mynd Sigtryggur Ari
Hreindýr og jólaljós Jólalegt og hlýlegt að hætti Þórunnar. Myndir sigtryggur Ari
En hvað með útlönd.
Á ekkert að fara í útrás?
„Jú, við höfum að sjálfsögðu hugs­
að út í það, en við ætlum að einbeita
okkur að íslensku útgáfunni núna.
En að sjálfsögðu stefnum við hátt,
og byrjum á því að gefa blaðið út á
ensku fyrir netið sem er frítt.“ n
Bráðum koma blessuð jólin Ýmsar
útgáfur af jólastjörnum. Mynd Sigtryggur Ari
Stjörnur Gluggarnir koma vel út í vetrarbirtunni. Mynd Sigtryggur Ari
hús
ni
Helgarblað
„
Aðventa 13
29. nóvember–1. desember 2013
Þessi árstími
er yndislegur
í alla staði og ég
byrja að hlakka til
hans á sumrin
Hreindýr með
púrtvínssósu
Sósa
n 50 gr pancetta eða beikon
n 1 laukur, skorinn í grófa bita rjómi
n 2–3 hvítlauksgeirar, skornir í tvennt
kryddvöndur (t.d. rósmarín, timjan,
steinselja)
n 2 dl púrtvín
n 2 dl gott kjötsoð
n 2 dl appelsínusafi
n smjör
Aðferð:
Skerið beikonið í bita og brúnið í
potti í 4–5 mínútur. Bætið lauk og
hvítlauk í pottinn ásamt kryddvendinum (bouquet-garni) og
brúnið vel. Hellið púrtvíninu í
pottinn, notið það til að hreinsa
upp skófirnar og sjóðið niður um
helming. Þá er rjóma, soðinu og
appelsínusafanum bætt út í og allt
aftur soðið niður um helming.
Síið sósuna, setjið aftur í pottinn og sjóðið niður þar til hún er
orðin þykk og bragðmikil. Setjið
væna matskeið af köldu smjöri út
í sósuna í lokin og pískið saman
við. Einnig er hægt að gera sósuna
fyrirfram og hita hana upp. Smjörið fer alltaf út í rétt áður en hún er
borin fram.
700 grömm af hreindýrafille
eða lundum
Hreindýrið sjálft er best að eiga
sem minnst við og leyfa því að
njóta sín, rétt eins og um góða
nautasteik væri að ræða. Saltið og
piprið, steikið á pönnu í nokkrar
mínútur og klárið að elda kjötið í
um 180 gráða heitum ofni þar til
það hefur náð „rare/medium-rare“.
Glæsilegar mæðgur Hér er Þórunn
ásamt dóttur sinni Birgittu Líf Brandsdóttur. Mynd Sigtryggur Ari
Sæt kartöflumús
n 4 sætar kartöflur
n 1 msk. hrásykur – má sleppa
n 1 dl mjólk
n salt og pipar eftir smekk
n 1 tsk. múskat
Aðferð:
Takið hýðið af kartöflunum skerið í
2–4 bita. Vatn og salt sett í pott og sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar. Smjör sett í pott og kartöflurnar stappaðar, mjólk bætt út í
ásamt sykri, múskati og salti, hrært vel
saman. Passið upp á að hafa ekki háan
hita svo músin brenni ekki.
Meðlæti
n 1 box sveppir t.d. kastaníusveppir,
skornir í sneiðar
n smjör til steikingar
n 2–3 skalotlaukar, skornir smátt
n steinselja, smátt söxuð.
n Rósakál ef vill
n Grænmeti, smjör sett á pönnu, lauk og
sveppum og rósakáli bætt út í og brúnað.
Black Forrest Triffle
n 1 krukka af kirsuberjum í sykurlegi,
u.þ.b. 680 gr
n 2 brúnkökubotnar (ég notaði 1 ferkantað form ca. 33x22 cm.)
n ½ bolli af appelsínusafa
n 1 ½ bolli sykur
n 3 msk. kornsterkja
n 3 msk. vatn
n 2–3 msk. kirsuberjalíkjör
n Súkkulaðimús, má vera í pakka eða
bara þín uppáhalds
n ½ l rjómi
n ¾ tsk. vanilla extract
Aðferð:
Bakið botnana, skerið í bita.
Takið vökvann af kirsuberjunum og setjið
í pott, bætið appelsínusafanum saman
við ásamt 1 bolla af sykri, sjóðið.
Blandið kornsterkjunni saman við 3 msk.
af vatni og setjið út í heita blönduna.
Blandan á að þykkna, kirsuberjunum er
svo bætt út í og soðið í u.þ.b. 5 mín. Kælið
og blandið svo kirsuberjalíkjör út í.
Búið til súkkulaðimúsina.
Þeytið rjómann með ½ bolla af sykri og
vanillu extract út í.
Samsetning:
Raðið brúntertubitum þétt í botninn
á skálinni, setjið kirsuberjablöndu
yfir, síðan súkkulaðimús og svo aftur
brúntertu og kirsuberjablöndu, rjóminn
er settur ofan á og skreytt að vild með
kirsuberjum.
Eftirréttur Umsjón: Þórunn
Högna og Berglind Steingrímsdóttir. Mynd: Kristbjörg Sigurjónasdóttir
14 Aðventa
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
Bestu og verstu
íslensku jólalögin
Nú er sá tími ársins sem jólalögin hljóma á öldum
ljósvakans. Mörg þeirra vekja með okkur ómetanlega
gleði en önnur jólalög eru ekki jafn vinsæl. DV fékk
nokkra valinkunna álitsgjafa til að taka saman bestu
og verstu íslensku jólalögin.
Bestu jólalögin
„
„
„
Hátíðarskap Þú og ég
Þetta er frábært popplag eftir Gunna
Þórðar sem Helga Möller syngur
glæsilega. Mjög töff að það „séu“ snjór og
krap.“
Mátulega jólalegt og drottningin
Helga Möller í fullu fjöri.“
Helga Möller syngur í mann jólaskapið
á stórkostlegan hátt.“
Þú komst með jólin til mín
Björgvin Halldórsson og Ruth
Reginalds
„
Þetta er
kannski
ekki jólalegasta
lagið en þetta
er „syngja hátt“
lag sem er alltaf
plús í mínum
huga.“
„
„
„
„
Ég kemst alltaf í
jólaskap þegar ég heyri þetta lag.“
Gleði- og friðarjól
Pálmi Gunnarsson
Pálmi ber með sér hlýja dimmu inn
í þetta lag sem er óviðjafnanleg.
Magnaður söngvari hann Pálmi.“
Ótrúlega jólalegt og fallegt.“
Er líða fer að jólum Raggi Bjarna
Þetta lag er best í heimi. Frábær texti,
Raggi er alltaf æðislegur og þetta lag
lætur manni líða svo vel og fær mann til að
hækka í græjunum.“
Snjókorn falla Helgi
og hljóðfæraleikararnir
„
Stórkostleg útgáfa af þessari klassík,
gerð undir áhrifum skríplagoss.“
Nú mega jólin koma fyrir mér
Sigurður Guðmundsson og
Memfismafían
„
„
„
Platan Nú stendur mikið til er nútíma
klassík. Stórkostleg jólaplata.“
Yfir fannhvíta jörð KK og Ellen
Hjartað fyllist
af kærleik
og fegurð við að
hlusta á þetta
lag.“
Systkinin
syngja
inn jólin. Þvílík
fegurð.“
„Jólin alls staðar Ellý og
Vilhjálmur Vilhjálmsbörn
„
… svo fallegt og vel innpakkað, heimur
næstum því fullkominn og góður,
nema Framsóknarflokkurinn auðvitað.“
Ég hlakka svo til
Svala Björgvinsdóttir
„
„
Þarna höfum við
jólin. Þetta
lag kemur mér
alltaf í jólaskap.“
Eitt það
allra
jólalegasta.“
Álitsgjafar
n Alexía Björg Jóhannesdóttir
n Arnar Eggert Thoroddsen
n Bjarni Lárus Hall
n Felix Bergsson
n Doktor Gunni
n Sóley Kristjánsdóttir
n Tómas Þór Þórðarson
n Þorsteinn J. Vilhjálmsson
Verstu jólalögin
Ef ég nenni Helgi Björnsson
Álitsgjafar DV höfðu mjög skiptar skoðanir
á laginu Ef ég nenni og kusu það ýmist það
besta eða það versta. Þeir höfðu meðal
annars þetta að segja um lagið:
„
„
„
Þetta er frábært lag en textinn er
alveg afleitur og þetta lag á eiginlega ekki skilið að vera í toppsætinu. Hver
nennti ekki að gera betri texta við þetta
frábæra lag, segi ég.“
Ef þú nennir ekki Helgi, af hverju
varstu þá að hafa fyrir því að syngja
lagið?“
Laglínan er trúlega fiskuð upp af
diskóteki á Rimini, eitthvað sem
Björgvin Halldórsson hefur ekki getað
notað á „best of“-plöturnar sínar, og
textinn settur saman í þynnku og skrifaður upp á servéttu af afgreiðslustúlku í
vegasjoppu: „Ertu til í að skrifa upp smá
texta eftir mig elskan?“ spyr Helgi, og hún
svarar: „Ég nenni því nú eiginlega ekki, en
af því að það er Þorláksmessukvöld og þú
ert Helgi Björns þá ókei.“
„
Ótrúlega vinsælt miðað við
leiðindastuðul og undarlegan texta.
Hleyp og slekk á útvarpinu þegar það
byrjar.“
„
Jólahjól Sniglabandið
Full tilþrifalaust lag og var mjög
ofspilað. Mér heyrist fleiri á þeirri
skoðun því ég hef heyrt það lítið síðastliðin ár.“
„
Það ætti næstum því að
banna mótorhjól
allt árið út af
þessu eina lagi,
stórfellt umferðarlagabrot
í tónlistarheiminum. Lagið
er ekki einasta
afspyrnuleiðinlegt,
heldur hörmulega
sungið, og stundum þegar
maður fær háan hita og flensu sér maður
vídeóið fyrir sér: Síðhærðu sniglana
að skottast í kringum jólatré, íslensku
KFUM-drengina í Hells Angels-búningum
– banna þetta, ekki bara einu sinni heldur
alltaf.“
„
„
„
Mér hefur aldrei fundist þetta lag
skemmtilegt.“
Afspyrnuleiðinlegt.“
Jólasósan Jólasveinarnir
Þetta lag er allra versta jólalag
sögunnar. Versnar og versnar með
hverju árinu. Ég reyndi að læra textann
og þá fyrst fór lagið að verða virkilega
óþolandi. „Við syngjum hæ, hó, hæ hó
húrra fyrir öllum þeim sem eiga hér nóg.
Og húrra fyrir öllum þeim sem halda
heilög jól“. Oj.“
„
Algjörlega óþolandi lag.“
Pabbi, komdu heim
um jólin Kristín Lilliendahl
„
Textinn er eitthvað svo
sorglegur og lagið svo
sveitó, pabbinn alltaf úti á sjó
þegar jólin eru tími fjölskyldunnar. En þetta lag er afspyrnuvont
líka.“
Jól alla daga
Eiríkur Hauksson
„
Íslensk
útgáfa af
jólalagi Roy
Wood sem er
álíka hræðilegt. Hér er
gerð sú krafa á
frekjulegan hátt
að jólin eigi að vera
alla daga. Maður getur
orðið sturlaður á geði að heyra þetta lag
of oft.“
„
„
Jólasynir Land og synir
Jólasnjó í minn jólaskó … Þarf að
segja meira. Einfaldlega óþolandi.“
Jólaleg jól Svanhildur
og Anna Mjöll
Það eru takmörk fyrir því hvað hægt
er að hlaða miklu sírópi á lög –
meira að segja jólalög!“
Endurminningar
Ragnars Stefánssonar
jarðskjálftafræðings
Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur lengi verið
áberandi í íslensku þjóðlífi. Í þessari bók rekur hann dramatíska
fjölskyldusögu sína, uppvöxt og áhrifavalda, starf sitt í áratugi sem
einn helsti jarðskjálftafræðingur okkar, og ekki síst pólitísk afskipti
sín en hann varð snemma tákngervingur fyrir pólitískt andóf gegn
hersetu Bandaríkjanna á Íslandi, Víetnamstríðinu, og fyrir baráttu
íslenskrar alþýðu fyrir bættum kjörum.
Opinská og heiðarleg baráttusaga,
og jafnframt stórskemmtileg!
Ólafur Haukur í essinu sínu!
Strákurinn Óli er að verða að manni – og skáldi. Glæsilegur
lokahnykkur á þríleiknum sem hófst með Flugu á vegg og
Fuglalífi á Framnesvegi.
„Bókin er rosalega vel skrifuð ... dásamlegar lýsingar ...“
Egill Helgason, Kiljunni 30. okt.
„Það er virkilega hægt að hafa gaman að þesssari bók.“
Soffía Auður Birgisdóttir, Kiljunni 30. okt.
Skáldaspegill
– nýjasta bók Ólafs Ormssonar
Tímar Lystræningjans. Hér er sögð ævintýraleg saga þessa merka
menningartímarits. Sagt er frá skáldum og bóhemum á 8., 9. og 10. áratug
aldarinnar, skrautlegum uppákomum, baráttunni við Bakkus og jafnframt er
hún frábær lýsing á tíðarandanum í Reykjavík á síðustu árum 20. aldar.
„... dregur upp skarpar og skemmtilegar myndir af íslensku þjóðlífi
síðustu áratuga - ekki síst af pólitík og menningarlífi. ... Margar
mannlýsingar hans eru eftirminnilegar. Virkilega fín bók ...“
Ólafur Þ. Harðarson
„Bráðskemmtilegar og áhugaverðar lýsingar á mönnum og málefnum
þessara ára og fram á okkar dag.“
Sveinn Guðjónsson
SKRUDDA
www.skrudda.is
16 Aðventa
Fallegar borðskreytingar
Fallegar borðskreytingar gleðja
gesti. Á aðventunni halda margir
matarboð og þá getur verið
skemmtilegt að skreyta borðhaldið.
Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir að líflegum skreytingum.
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
Bestu leikirnir
í jólapakkann
n Frábærir tölvuleikir hafa komið út á þessu ári n Þeir helstu skoðaðir
Blóm og kerti Falleg rauð blóm minna
á hátíðarnar.
Einfalt en skemmtilegt Hér er lítilli
grenigrein stungið í við.
Rayman Legends
GRID 2
Grand Theft Auto V
Lego Marvel Super Heroes
n Rayman-leikirnir hafa notið mikilla vinsælda meðal ungu kynslóðarinnar og það
ekki að ástæðulausu. Í þessum litríka ævintýraleik áttu í baráttu við ófrýnileg skrímsli
sem ættu þó ekki að valda viðkvæmum
sálum martröð. Einn besti leikur ársins sem
fyrst og fremst er ætlaður börnum.
n Frábær bílaleikur þar sem þú getur ekið
öllum flottustu bílunum í frábæru umhverfi.
Án nokkurs vafa leikur fyrir alla áhugamenn
um bíla og eflaust leikur sem ungir drengir
gætu haft gaman af. Hefur fengið frábæra
dóma og er án efa einn besti akstursíþróttaleikur ársins.
n Ótrúlega metnaðarfullur tölvuleikur sem
kemur úr smiðju Rockstar og sá besti sem komið hefur á árinu. Í leiknum fæstu við ótrúlega
fjölbreytt verkefni sem flest eru frábærlega úr
garði gerð. Getur flakkað um stórborg óhindrað. Fékk fullt hús í DV. Alls ekki við hæfi barna.
n Lego-leikirnir hafa notið vinsælda hjá
yngri kynslóðinni og þetta er leikur sem gæti
kætt marga. Eins og nafnið gefur til kynna
eru ofurhetjur í brennidepli í leiknum og má
þar nefna valinkunnar hetjur eins og Spider
Man, Hulk, Iron Man og Captain America.
The Last of Us
BioShock Infinite
Spilast á: PS3, Xbox, PC
Tegund leiks: Ævintýraleikur
Einkunn á Metacritic: 91
Umsögn á Metacritic: „Þessi leikur er
töfrum líkastur.“
Aldurstakmark: 7 ár
Spilast á: PS3, Xbox, PC
Tegund leiks: Bílaleikur
Einkunn á Metacritic: 82
Umsögn á Metacritic: „Bílarnir eru mergjaðir og spilunin fullkomin.“
Aldurstakmark: Ekkert
Spilast á: PS3, Xbox
Tegund leiks: Bíla- og hasarleikur
Einkunn á Metacritic: 95
Umsögn á Metacritic: „Mögulega besti
leikur sem komið hefur út.“
Aldurstakmark: 16 ár
Spilast á: PS3, Xbox, PC
Tegund leiks: Ævintýraleikur
Einkunn á Metacritic: 83
Umsögn á Metacritic: „Besti Lego-leikurinn til þessa.“
Aldurstakmark: 10 ár
Vængjuð kerti Einföld föndurbrögð eins
og að skreyta kerti eru skemmtileg, athugið þó að slökkva á þeim áður en kviknar í.
FIFA 14
Spilast á: PS3, Xbox, PC og fleiri
Tegund leiks: Fótboltaleikur
Einkunn á Metacritic: 86
Umsögn á Metacritic: „Besta fótboltasería
sögunnar er orðin enn betri.“
Aldurstakmark: Ekkert
Kerti og jólakúlur Hér er kertum og jólakúlum raðað á einfalda spýtu. Fallegt og einfalt.
n FIFA-leikirnir hafa slegið rækilega í gegn
á undanförnum árum og FIFA 14 gefur fyrri
leikjum ekkert eftir. Þú getur spilað við
tölvuna, vin heima í stofu eða í gegnum
veraldarvefinn. Frábær fótboltaleikur og án
efa einn allra besti íþróttaleikur ársins. Fékk
fjórar stjörnur hjá gagnrýnanda DV.
Spilast á: PS3
Tegund leiks: Ævintýraleikur
Einkunn á Metacritic: 95
Umsögn á Metacritic: „Einn allra besti
leikur sem ég hef spilað.“
Aldurstakmark: 16 ár
n The Last of Us er einn besti leikur ársins
samkvæmt Metacritic. Gerist 20 árum
eftir að skelfileg farsótt brýst út og leggur
heiminn nánast í rúst. Sýktir breytast í
uppvakninga og fjallar söguþráðurinn
um baráttu manns og ungrar stúlku í
gjörbreyttum heimi. Fékk fimm stjörnur hjá
gagnrýnanda DV.
Komin aftur eftir langt hlé
Spilast á: PS3, Xbox, PC
Tegund leiks: Hasarleikur
Einkunn á Metacritic: 94
Umsögn á Metacritic: „Ég hef spilað
tölvuleiki allt mitt líf og þetta er sá besti
hingað til.“
Aldurstakmark: 16 ár
n Magnaður leikur með einstakri grafík og
frábærum söguþræði sem oft vill verða dálítið þurr þegar tölvuleikir eru annars vegar.
Gerist í skýjaborg og er frábær fantasíuheimur. Ekki jafn ofbeldisfullur og aðrir leikir
en þar sem byssur eru annars vegar er hann
bannaður innan sextán.
Assassin's Creed IV: Black Flag
Spilast á: PS3, Xbox, PC
Tegund leiks: Ævintýraleikur
Einkunn á Metacritic: 88
Umsögn á Metacritic: „Einstaklega
skemmtilegur leikur.“
Aldurstakmark: 16 ár
n Hér ertu í hlutverki sjóræningjans Edward
Kenway sem var uppi á 19. öld.
[email protected]
Kvæði: Hákon Aðalsteinsson
Teikningar: Selma Jónsdóttir
Jólaís úr
grískri jógúrt
Fæst um
land allt
Útgefandi: Snerruútgáfan.
Aðdáendur grískrar jógúrtar ættu
að prófa að hafa jólaísinn með
öðru sniði í ár. Ístertur má laga úr
jógúrtinni. Þessi gríska uppskrift
er tilvalin. Í henni eru 330 grömmum af grískri jógúrt hrært saman
við 750 millílítra af þeyttum rjóma,
í blönduna er hrært einum bolla
af flórsykri og 500 grömmum af
jarðarberjum. Botninn er gerður úr fjórum eggjahvítum, salti, 50
grömmum af sykri og 130 grömmum af kókosmjöli eða muldum
hnetum, 20 grömmum af hveiti og
100 grömmum af hvítu súkkulaði.
Eggjahvítum og innihaldsefni er
þeytt saman og bakað í ofni. Þegar
botninn hefur kólnað er blöndunni
bætt ofan á og skellt í frysti.
JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ HALLGRÍMSKIRKJU 2013
JÓLATÓNLEIKAR
MÓTETTUKÓRS HALLGRÍMSKIRKJU MEÐ DIDDÚ
7. DESEMBER, LAUGARDAGUR KL. 17
8. DESEMBER, SUNNUDAGUR KL. 17
FLYTJENDUR: MÓTETTUKÓR HALLGRÍMSKIRKJU
SIGRÚN HJÁLMTÝSDÓTTIR SÓPRAN
BALDVIN ODDSSON TROMPET
BJÖRN STEINAR SÓLBERGSSON ORGEL
AÐGANGSEYRIR:
3.900 / 2.500 kr.
STJÓRNANDI: HÖRÐUR ÁSKELSSON
Á EFNISSKRÁNNI ER HÁTÍÐLEG AÐVENTU- OG JÓLATÓNLIST, M.A. EFTIR:
HÄNDEL, MOZART, SIGVALDA KALDALÓNS, HALLDÓR HAUKSSON OG ÁSKEL JÓNSSON.
AÐRIR VIÐBURÐIR
13. desember föstudagur kl. 12.00
Orgeltónleikar Orgelið og aðventan
Klais-orgelið 21. árs!
Björn Steinar Sólbergsson flytur orgelverk eftir
Bach, Andrew Carter og César Franck
Aðgangseyrir: 1500 kr.
20. desember föstudagur
19.30 Sálmajazz!
Spiritual standards- saxófónn og píanó.
AÐVENTU- OG JÓLATÓNLEIKAR
SCHOLA CANTORUM
Á AÐVENTU
Hátíðartónleikar
Schola cantorum
á aðventu
Fyrsta sunnudag í aðventu
1. desember kl. 17.00
Kammerkórinn Schola cantorum flytur hátíðlega
aðventu- og jólatónlist á sex tungumálum. Á
efnisskránni er frumflutningur nýrra jólasöngva e.
Hafliða Hallgrímsson, Christus vincit e. MacMillan,
Sieben Magnificat-Antiphonen e. Pärt ásamt verkum
eftir Kreek og Sviridov.
Einnig flytur kórinn tónlist eftir Þorkel Sigurbjörnsson
og Hauk Tómasson.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 3.500 / 2.500 kr.
Jólasálmar frá Þýskalandi og öðrum löndum í
flutningi tveggja afburðahljóðfæraleikara frá
Hollandi og Þýskalandi, sem ferðast nú um
heiminn í tilefni af siðbótarári Lúthers 2017.
Flytjendur: Markus Bürger píanó og Jan von
Klewitz saxófónn.
Í samvinnu við Þýska sendiráðið í Reykjavík.
Aðgangur ókeypis.
29. desember sunnudagur
17.00 Orgeltónleikar – Barokkjól!
4. desember miðvikudagur
12.00-12.30 – Aðventa
hádegistónleikar með Schola cantorum.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 2.000 / 1.500 kr.
Björn Steinar Sólbergsson flytur orgelverk eftir
Bach, Buxtehude og Louis Claude D´Aquin.
Aðgangseyrir: 2500 kr.
31. desember Gamlársdagur
17.00 Hátíðarhljómar við áramót.
11. desember miðvikudagur
Hátíðartónlist fyrir 3 trompeta,
orgel og pákur.
18. desember miðvikudagur
Trompetleikararnir Ásgeir H. Steingrímsson,
Eiríkur Örn Pálsson og Einar St. Jónsson,
Hörður Áskelsson orgelleikari og Eggert
Pálsson pákuleikari flytja verk m.a. eftir Vivaldi,
Purcell, Bach og Albinoni
12.00-12.30 – Aðventan og jólin
hádegistónleikar með Schola cantorum.
Aðgangseyrir: 2.000 / 1.500 kr.
12.00-12.30 – Jólin
hádegistónleikar með Schola cantorum.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson.
Aðgangseyrir: 2.000 / 1.500 kr.
Aðgangseyrir: 3.000 kr.
MIÐASALA: HALLGRÍMSKIRKJA, S. 510 1000, OPIÐ 9 - 17 ALLA DAGA, HALLGRIMSKIRKJA.IS
18 Aðventa
29. nóvember–1. desember 2013
Helgarblað
Trén undirbúin Þúsundir
Íslendinga velja þann kost að höggva sér tré
fyrir jólin hjá hinum ýmsu skógræktarfélögum.
Mynd Eyþór Árnason
Fallegt Einföld skreyting, hægt er að
nota trjágreinar.
Skandinavískt
jólaskraut
Á heimasíðunni onekinddesign.
com er að finna ótal hugmyndir
að skandinavísku skrauti. Skrautið
er í anda naumhyggju með róm­
antísku ívafi og náttúruleg efni fá
að njóta sín, til að mynda ull, við­
ur og grjót.
Skautar Gamlir skautar fá líf og geyma
greni.
Svona finnur þú
fullkomna tréð
n Ekta íslensk tré um allt land n Hátíðarstemning að höggva eigið tré
H
Skakkt og skrýtið Ekki fallegasta
jólatréð, en skemmtilegt samt.
ver kannast ekki við hina
ólýsanlegu tilfinningu sem
kviknar í brjósti þegar hið
fullkomna jólatré birtist hon­
um? Reisulegt, geislandi og
grænt kallar það fram einhvers kon­
ar óskiljanlega virðingu fyrir tilver­
unni, náttúrunni og allri hennar dýpt.
Í hverri furunál leynist annar skóg­
ur, annað tré, önnur furunál. Slíkt er
eðli möguleikans, slíkur er ótrúleg­
ur heimur náttúrunnar, líkt og heim­
spekingur gæti bent á.
Það er víða á landinu sem hið full­
komna tré mætti finna, um allt bjóða
skógræktarfélög tré sín til sölu og í
mörgum tilvikum fylgir frítt kakó. DV
tók saman helstu söluaðila á landinu
þar sem hægt er að mæta og finna sitt
draumatré, höggva það svo niður, og
halda upp á jólin.
Skógræktarfélag Eyfirðinga
Í Kjarnaskógi á Akureyri er hægt að
nálgast rauðgreni og blágreni, en
Skóg­ræktar­félag Eyfirðinga hefur
fleiri skóga og trjáreiti á sínum snær­
lýst markmið félagsins eru
um. Yfir­
að stuðla að skógvernd og skógrækt,
kynna skógrækt og landvernd, og að
vera í forystu og hvetja til framfara í
málaflokknum.
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Sælgæti og greni Það má gæða sér á
þessu skrauti.
Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur
undanfarin ár selt jólatré í Grýluskógi
í Heiðmörk. Þar býðst fólki að koma
og höggva sitt eigið jólatré. Jafnan er
boðið upp á heitt kakó og piparkökur
og ýmis skemmtiatriði eru á staðnum.
Opnunartími verður auglýstur síðar í
desember.
Skógræktarfélag Austurlands
Helgarnar 14.–15. og 21.–22. desem­
ber verður jólatréssala í Eyjólfsstaða­
skógi í Fljótsdalshéraði. Hægt verður
að höggva eigið tré.
Skógræktarfélag Árnesinga
Skreytt úti Það er einstaklega hlýlegt
að skreyta úti.
Jólatréssala félagsins verður að Snæ­
foksstöðum í Grímsnesi í Árnessýslu
helgarnar 7.–8., 14.–15. og 21.–22.
desember. Einnig verður opið á Þor­
láksmessu en opið er frá 10–16. Hægt
er að höggva eigin jólafuru og kakó og
kaffi verður á boðstólum.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar
Félagið verður með jólatréssölu í Reyk­
holti í Reykholtsdal sunnudaginn 15.
desember klukkan 11–16, þar sem fólk
getur komið og höggvið sér jólatré.
Heitt á könnunni. Framfarafélag Borg­
firðinga stendur fyrir litlum jólamark­
aði í Höskuldargerði á sama tíma.
Skógræktarfélag Dýrafjarðar
Félagið býður fólki að koma og
höggva sér jólatré í skógarreit félags­
ins á Söndum í Dýrafirði. Opið verður
sunnudaginn 15. desember frá klukk­
an 13 til 16, en fólki er beint á að taka
með sér sög.
Skógræktarfélag Eyrarsveitar
Félagið hefur til sölu jólatré úr Brekku­
skógi, sem er ofan við byggðina í
Grundarfirði. Seld verða jólatré dag­
ana 22. og 23. desember frá klukkan
13 til 17.
Skógræktarfélag Garðabæjar
Laugardaginn 14. desember verður fé­
lagið með opinn jólaskóg í Smalaholti
milli klukkan 12 og 16 þar sem fólk
getur sagað eigið jólatré. Boðið er upp
á kakó og piparkökur.
Skógræktarfélag Grindavíkur
Jólatréssala er fyrirhuguð hjá fé­
laginu á skógræktarsvæðinu í Selskógi
helgina 14.–15. desember.
Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
Jólatrés- og skreytingasala félags­
ins verður eins og endranær í Sel­
inu, bækistöðvum félagsins og Þallar,
við Kaldárselsveg í Hafnarfirði. Boðið
verður upp á hressingu en opið verð­
ur helgarnar 7.–8., 14.–15. og 21.–22.
desember. Opnunartími er klukkan
10.00–18.00. Einnig er hægt að koma
í heimsókn í miðri viku.
Skógræktarfélag Ísafjarðar
Laugardaginn 14. desember klukkan
13–16 gefst fólki kostur á að koma og
höggva sér jólatré. Svæðið er í hlíð­
inni ofan við Bræðratungu, innan við
Seljalandshverfið. Þar er stafafura í
boði en viðskiptavinir þurfa að hafa
með sér sög.
Svona sinnir þú trénu
Góð umhirða þýðir fallegt tré
Mikilvægt er að jólatréð skarti
1
sínu fegursta þegar hátíðin gengur í
garð. Nokkur góð ráð eru til að halda trénu
í góðu ástandi. Best er að geyma tréð á
köldum og skjólsælum stað þar til það
er sett upp. Gott er að vefja það í plast ef
það er geymt úti og varast skal að geyma
það í miklu frosti, en nálarnar detta mun
hraðar af trénu í miklum kulda. Að sama
skapi þolir tréð illa stofuhita.
2
Forðast skal í lengstu lög að
láta tréð ganga í gegnum miklar
hitabreytingar og ef það hefur verið í
miklum kulda er mikilvægt að leyfa því að
venjast hitabreytingunum, ekki setja það
beint inn í stofu, heldur skaltu geyma það
á kaldari stað fyrst svo það geti vanist hitanum. Setja skal tréð upp stuttu fyrir jól.
3
Þegar tréð er svo loks sett upp
er gott að nota hina svonefndu
„suðuaðferð“ til þess að halda því í góðu
ásigkomulagi. Hana þarf þó ekki að nota á
furu og þin. Í aðferðinni felst að rótarháls-
Skógræktarfélag
Mosfellsbæjar
Jólatréssala Skógræktarfélags Mos­
fellsbæjar verður haldin í Hamrahlíð
við Vesturlandsveg frá 11. desember
til 23. desember, frá klukkan 10 til 16
um helgar en 12 til 16 virka daga. Hægt
er að saga sjálfur eða kaupa tré sem
þegar hefur verið sagað.
Skógræktarfélagið Mörk
Opið verður í skógi félagsins í Stóra
Hvammi, Fossi á Síðu í Skaftárhreppi,
sunnudaginn 15. desember frá klukk­
an 13 til 15.
Skógræktarfélag Rangæinga
Jólatré félagsins verða til sölu sunnu­
daginn 15. desember í Bolholtsskógi
á Rangárvöllum, frá klukkan 12 til 15.
Skógræktarfélag Varmahlíðar
Hægt verður að höggva sér jóla­
tré í Hólaskógi og á skógarreitnum í
Varmahlíð laugardaginn 15. desem­
ber, klukkan 12–15. Boðið verður upp
á kakó, pönnukökur og piparkökur.
inn er opnaður vel, börkurinn tálgaður af
neðstu 5–10 sentímetrum stofnsins og
neðsti hluti hans særður vel.
Eftir það er stofninn látinn
standa í sjóðheitu vatni í um tíu
mínútur, áður en það er sett í fót með
vatni. Mjög mikilvægt er að hafa mikið
af vatni í fætinum til að byrja með, tréð
dregur í sig mikinn vökva eftir suðumeðferðina og ef vatnið klárast geta loftbólur
komist í vökvaæðar trésins, sem getur
drepið það. Með þin og furu er nóg að
hafa vatn í fætinum og ekki þarf að beita
suðuaðferðinni.
4
Skógræktarfélag Stykkishólms
Selur furur og greni í Langási í Saura­
skógi og Tíðarási við Vogsbotn helgina
21. til 23. desember. Opið verður frá
11.30 til 15. Viðskiptavinir eru beðnir
um að koma með sög.
Fossárskógur
Fossárskógur í Hvalfirði er opinn frá
10.30 til 15.00, sunnudaginn 1. des­
ember, helgarnar 7.–8. og 14.–15. des­
ember og laugardaginn 21. desember.
Skógræktarfélögin í Kópavogi, Mos­
fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga svæðið
og hafa plantað þar í 40 ár. Hægt er að
höggva eigið tré.
Jólaskógurinn í Brynjudal
Skógræktarfélag Íslands tekur á móti
skipulögðum hópum sem efna til
ferða í jólatrésskóginn í Brynjudal,
sem aðgengilegur er frá Hvalfirði. Ár­
lega hefur verið tekið á móti fleiri
þúsund gestum og bóka þarf tíma
fyrirfram. Dag- og tímasetning heim­
sóknar ákvarðast í samráði við Skóg­
ræktarfélag Íslands. n