Lokaskýrsla SAFT 2006-2008

Transcription

Lokaskýrsla SAFT 2006-2008
SAFT
Samfélag, fjölskylda og tækni
Lokaskýrsla
2006 – 2008
Teiknari: Birgir Ísar, 7 ára
LOKASKÝRSLA
1
LOKASKÝRSLA
2
EFNISYFIRLIT
Aðgerðaáætlun um örugga netnotkun
02
SAFT verkefnið á Íslandi
02
Framkvæmd verkefnis
02
Fjölmiðlaherferð um siðferði á netinu
03
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2007 og 2008
04
Tækni og vit
05
Álit varðandi lagasetningar og reglugerðir
05
SAFT könnun á net- og farsímanotkun
05
Fræðsluefni um skráarskipti og niðurhal
07
Bæklingur um farsíma
07
Samstarf um þróun rafrænna skilríkja (eID)
08
Herferð um PEGI merkingarkerfið fyrir tölvuleiki
08
Fyrirlestraherferð um landið
08
Leiðbeiningar um „góða starfssiði“ fyrir netþjónustuaðila
09
SAFT ungmennaráð
09
Nýtt SAFT námsefni
11
SAFT vefsetrið
11
Netsvar - hjálparlínan
11
Innlent samstarf
12
Samstarf við INSAFE netverkið og önnur Evrópulönd
13
Lokaorð
13
LOKASKÝRSLA
3
AÐGERÐAÁÆTLUN UM ÖRUGGA NETNOTKUN
Frá árinu 1999 hefur Evrópusambandið rekið aðgerðaáætlun
um örugga netnotkun sem kallast Safer Internet Action Plan
(http://ec.europa.eu/saferinternet). Markmið áætlunarinnar
er að stuðla að öruggri notkun nets og annarra nýmiðla meðal
barna og unglinga, m.a. með því að berjast gegn ólöglegu
og óæskilegu efni og stuðla að vitundarvakningu um örugga
netnotkun í samfélaginu.
Áætluninni er skipt í fjórar megin aðgerðir:
•
•
•
•
Verndun barna gegn ólöglegu eða meiðandi efni á netinu
Aðgerðir gegn óæskilegu og meiðandi efni á netinu
Hvatning til öruggara netumhverfis
Vakningarátak um jákvæða og örugga netnotkun
Innan áætlunarinnar hafa verið sett af stað verkefni í 27 Evrópulöndum. Verkefnin eru hluti af evrópsku
samstarfsneti sem kallast INSAFE (www.saferinternet.org) sem er samhæft af skólanetinu European
Schoolnet (www.eun.org).
SAFT VERKEFNIÐ Á ÍSLANDI
Heimili og skóli – landssamtök foreldra, hefur rekið vakningarátak um örugga netnotkun á Íslandi síðan í október
2004. Í september 2008 lauk þriðja hluta verkefnisins.
Verkefnið, sem er styrkt af aðgerðaáætlun ESB um örugga
netnotkun, hefur frá upphafi gengið undir nafninu Samfélag,
fjölskylda og tækni, skammstafað SAFT. Markmið SAFT er
að reka vakningarátak um örugga og jákvæða notkun nets og
annarra nýmiðla meðal barna og unglinga, foreldra, kennara,
upplýsingatækniiðnaðar, fjölmiðla og stjórnvalda.
Viðfangsefni verkefnisins snúa að því að fræða og styðja
börn og foreldra í að njóta netsins og nýrra miðla á jákvæðan
og öruggan hátt. Á árunum 2006-2008 var lögð sérstök
áhersla á netsiðferði, aldurs- og innihaldsmerkingar tölvu-
leikja, gagnrýna netnotkun, ábyrga notkun farsíma og
persónuvernd á netinu.
Fyrir hönd Heimilis og skóla stýrðu verkefninu María
Kristín Gylfadóttur, þáverandi formaður samtakanna, og
verkefnisstjórarnir Guðberg Jónsson og Hlíf Böðvarsdóttir
en aðrir starfsmenn samtakanna tóku einnig virkan þátt.
Sérstök verkefnisstjórn átaksins var skipuð fulltrúum
frá menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands og Félagi um
upplýsingatækni og menntun (F3) auk verkefnisstjóra SAFT.
Í stýrihópi verkefnisins sátu fulltrúar frá ýmsum hagsmunaaðilum, m.a. frá stjórnvöldum, úr viðskiptalífinu, frá
rannsóknaraðilum, og menntunar- og forvarnaraðilum.
FRAMKVÆMD VERKEFNIS
Á verkefnatímanum stóð SAFT fyrir mörgum viðburðum
og tók þátt í fjölda annarra verkefna þar sem jákvæð
notkun netsins og annarra nýmiðla var til umfjöllunar.
SAFT stóð meðal annars fyrir viðburðum í tengslum við
alþjóðlegan netöryggisdag sem haldinn er í febrúar ár hvert.
Verkefnisstjórar fóru í fyrirlestraherferð hringinn í kringum
Ísland og tóku þátt í tæknisýningunni Tækni og vit. SAFT átti
4
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
einnig gott samstarf við fjölmiðla og verkefnastjórar voru
sýnilegir í ólíkum fjölmiðlum. Fjölmiðlar eru almennt mjög
jákvæðir í að kynna áherslur SAFT og hafa borið markhópum
skilaboð þess um jákvæða og örugga notkun nets og
nýmiðla. Sýnileiki verkefnisins jókst þegar leið á verkefnið og
verkefnisstjórar voru reglulega inntir álits um málefni sem
tengjast öryggi barna á netinu.
Eitt af aðalmarkmiðum verkefnisins var að koma á framfæri
upplýsingum um öryggi á netinu til barna, foreldra og
kennara og skapa vettvang til umræðna um kosti og galla
netsins og tengdra miðla. SAFT hefur ávallt lagt áherslu á
að fræða fólk en ekki hræða og vekja athygli á jákvæðri og
öruggri netnotkun í samfélaginu frekar en skuggahliðum
þess þó vissulega verði að vara við hættum sem þar kunna
að finnast.
Stór hluti SAFT vakningarátaksins fólst í því að kynna
verkefnið fyrir foreldrafélögum grunnskóla um allt land.
Foreldrafundir er kjörinn vettvangur til þess að ná til foreldra
í smærri hópum og ræða hlutverk foreldra í að stuðla að
jákvæðri og öruggri notkun netsins og annarra nýrra miðla.
Vakningarátakið var kynnt á fjölda foreldrafunda um allt
land og fræðsluefni hefur verið sent til allra grunnskóla og
foreldrafélaga í landinu og markhópum kynnt heimasíða
verkefnisins. Vinnustofur voru settar upp með foreldrum,
umræðuhópar með hagsmunaaðilum, jafningafræðslufundir
og fræðslukvöld með foreldrasamtökum.
Frétt um PEGI aldurs og
innihaldsmerkingar tölvuleikja.
FJÖLMIÐLAHERFERÐ UM SIÐFERÐI Á NETINU
Kannanir SAFT gefa til kynna að netaðgengi grunnskólabarna
á Íslandi sé yfir 99%. Þróun netsins og tengdra miðla
hefur gerst með slíkum hraða síðustu árin að það hefur
reynst mörgum erfitt að fylgjast með. Niðurstöðurnar gefa
sömuleiðis til kynna að foreldrar eru ekki nægilega upplýstir
um notkun barna sinna á netinu þrátt fyrir að börnin vilji að
foreldrar sýni notkun þeirra meiri áhuga. Vísbendingar um
„Kannanir hafa bent á nauðsyn
þess að auka þekkingu
almennings á því að netið er stór
og opinn miðill og að svipaðar
samskiptareglur ættu að gilda
þar og í daglegum samskiptum á
milli manna“
aukið einelti á netinu og að börn fari ein á fund við netvin hafa
undirstrikað nauðsyn þess að auka þekkingu almennings á því
að netið er stór og opinn miðill og að svipaðar samskiptareglur
ættu að gilda þar og í daglegum samskiptum á milli manna.
Í janúar 2007 hratt SAFT af stað stórri fjölmiðlaherferð um
netsiðferði. Herferðin stóð samfleytt í tvær vikur í öllum
fjölmiðlum á Íslandi en fór svo aftur af stað í tvær vikur í
apríl 2007. Herferðin naut stuðnings AUGA, sjóðs samtaka
íslenskra auglýsingastofa. Tilgangur sjóðsins er að styðja
hagsmunasamtök sem vinna að mannúðarmálum við að
koma mikilvægum skilaboðum á framfæri. Verkefnisstjórar
SAFT unnu með sjóðnum að þróun herferðar, sem m.a. fólst
í gerð sjónvarps-, blaða- og útvarpsauglýsinga auk plakats
með „Netorðunum fimm“ sem fjalla um góða netsiði. Áður en
herferðin hófst stóð SAFT fyrir könnun meðal landsmanna
um ýmis atriði sem snúa að áhyggjum almennings um netið
og hvernig fólk hagar sér þar. Sömuleiðis var ungt fólk spurt
í rýnihópum um þeirra afstöðu til viðfangsefnisins. Netorðin
voru gefin út og þeim dreift í alla grunnskóla landsins.
Herferðinni var síðan fylgt enn frekar eftir í nóvember 2007
með birtingu auglýsinga í öllum miðlum.
Stórri herferð um netsiðferð var hrundið af
stað í öllum miðlum í janúar 2007
LOKASKÝRSLA
5
Bæklingur og plakat með „Netorðunum fimm“ var gefið út
og dreift í alla grunnskóla landsins
Í stuttu máli má segja að herferðin hafi skilað mjög góðum
árangri en hún náði athygli 70% landsmanna í fyrstu
viku í gegnum sjónvarp, útvarp, prentmiðla og netið.
Eftirfylgnikönnun gaf til kynna að 99% þeirra sem höfðu
tekið eftir herferðinni þótti hún bera mjög jákvæð og þörf
skilaboð sem fékk fólk til að huga að því hvernig það hagaði
sér á netinu. Bæklingur og plakat með „Netorðunum fimm“
var gefið út og dreift í skólakerfinu samhliða fjölmiðlaherferð. Margir kennarar nýttu tækifærið og ræddu við
nemendur um siðferði á netinu og þrír skólar völdu „Netorðin“
sem innblástur að handritum fyrir leikþætti sem settir voru
upp í Borgarleikhúsinu í apríl 2007. Herferðin vakti mjög
mikla athygli meðal fjölmiðla og í netsamfélaginu.
ALÞJÓÐLEGI NETÖRYGGISDAGURINN 2007 OG 2008
Á alþjóðlega netöryggisdaginn 6. febrúar 2007 stóð SAFT
fyrir ráðstefnu um siðferði á netinu og ábyrga netnotkun
sem bar heitið „Er Veraldarvefurinn völundarhús“. Um
100 manns tóku þátt í ráðstefnunni sem var haldin í
húsakynnum Decode. Ráðstefnan var einnig streymd beint á
netinu þar sem svipaður fjöldi fylgdist með. Á ráðstefnunni
var m.a. fjallað um samfélagslega ábyrgð fjarskiptafyrirtækja og baráttuna við lagastuld. Sérstakur gestur
var Anna Kirah, mann- og sálfræðingur, og fyrrverandi yfirrannsóknarhönnuður hjá Microsoft, sem fjallaði um hvernig
eigi að skilja ungt fólk og fjölskylduna og hvernig hægt sé
að brúa bilið á milli hugarheims stafræna frumbyggjans og
stafræna innflytjandans.
„Þú ert það sem þú gerir á netinu“. Yfir 100 manns tóku
þátt í ráðstefnunni, sem einnig var streymd á netinu.
Iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, opnaði ráðstefnuna.
Á ráðstefnunni unnu foreldrar og börn saman í vinnuhópum
að ákveðnu þema. SAFT tók auk þess þátt í öðrum viðburðum
Boðskort á
alþjóðlega
netöryggisdaginn
2007
SAFT tók sömuleiðis þátt í viðburðum sem Evrópusambandið
skipulagði þennan dag, s.s. með því að sýna á öllum
sjónvarpsstöðvum talsetta auglýsingu sem er upprunnin
frá þýskum samstarfsaðila SAFT í INSAFE netverkinu.
Ráðstefnan, sjónvarpsherferðin og aðrir viðburðir þennan
dag vöktu mikla athygli fjölmiðla. Sérstaka athygli vakti bilið
milli hugarheims stafræna frumbyggjans og innflytjandans,
sem var umfjöllunarefni Anna Kirah, sem veitti mörg viðtöl
við fjölmiðla á meðan heimsókn hennar stóð.
Þann 12. febrúar 2008 stóð SAFT fyrir ráðstefnu í tilefni
af alþjóðlega netöryggisdeginum, sem bar yfirskriftina
SAFT MÁ
LÞING
Á ALÞJÓ
NETÖRYGG ÐLEGA
ISDAGINN
12. FEBR
ÚAR 2008
• Netið, ják
vætt eða nei
• Eigum við
kvætt?
að trúa öllu
því sem
við sjáum
og
• Snúast fars lesum á Netinu?
ímar bara
um að
„tengja fólk
• Högum við “?
okkur á ann
í netheimu
an
m en raunhe hátt
imum?
Boðskort á alþjóðlegi
netöryggisdagurinn
2008
DAGSKRÁ
16:00 Setn
ing ráðstefnu
nnar
Foreldrar/ken
narar:
Málstofus
tjóri er Páll
Ólafsson,
félag
hjá Fjölskyldu sráðgjafi
heilbrigðis - og
sviði
Garðabæjar
Nemendur:
Málstofus
tjóri
er Margrét
Sigurðard
óttir,
æskulýðsf
ulltrú
Seltjarnarness i
17:00 Kaffi
ÞÚ ERT ÞA
Ð
SEM ÞÚ G
ER
Á NETINU IR
Í tilefni
af Alþjóðleg
a netörygg
12. febrúar
isdeginum,
2008, sten
þriðjudaginn
jákvæða og
dur SAFT,
örugga netn
vakningarverk
otkun barn
tengdum miðl
efni um
a og unglinga
um, fyrir opnu
á Netinu og
það sem
málþingi undi
þú gerir
r yfirskrift
á Netinu“.
inni „Þú ert
Kennaraháskó
Málþingið
la Íslands
verð
ur
og
hefur á síðu
haldið í
stendur frá
stu
kl. 16.00-18
.00. SAFT
netöryggisdag árum staðið fyrir
viðburðum
inn, sem nú
á Alþjóðleg
er haldinn
a
í fimmta sinn.
Markmið
málþingsins
er að drag
nemenda og
a annars
hins vegar
vegar fram
foreldra og
göllum Nets
sýn
kennara á
ins. Hvar dreg
helstu kost
ur hópana
Einnig verð
um
og
saman og
ur áhersla
hvar skilur
lögð á að fá
varðandi
að?
fram fram
örugga og
tíðarsýn hópa
ánægjulega
Þátttakendur
nna
notkun og
vinna fyrst
þróun Nets
í tveimur
lýkur með
ins.
málstofum
sameiginlegri
en málþingin
kennara þar
málstofu
u
sem gerð verð
nemenda,
foreldra og
ur grein fyrir
niðurstöðum.
17:15 Sam
gönguráð
herra,
Kristján L.
Möller, flytu
ávarp
r
17:20 Sam
antekt úr
málstofum
1755 Stutt
kynning
og jafningjaf á fyrirlestraræðsluher
SAFT um landi
ferð
ð
María Krist
ín Gylfadótti
formaður Heim
r,
og Árni Pétu ilis og skóla,
r
forstjóri VodaJónsson,
fone
18:00 Veiti
ngar
Fundarstj
óri:
Svavar Halld
órsson, frétt
RÚV
amaður hjá
Staðsetning
málþings:
Kennaraháskó
hlíð. Málstofur li Íslands, við StakkaH202 og málþ verða í stofum H201
og
ing í Bratta.
Þátttaken
dur:
Málþingið
er öllum opið.
sérstakleg
Nemendur
a boðnir velko
eru
foreldrum
mnir
ásam
sínum og kenn
t
urum.
Vinsamleg
a tilkynnið
þátttöku með
tölvupósti
á saft@saft.
is.
Ekkert þáttt
ökugjald.
Sameiginle
g málstofa
verður í beinn
(http://sjo
nvarp.khi.i
s) frá kl. 17.00 i útsendingu á Netin
u
-18.00.
6
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2008
sem Evrópusambandið stóð fyrir þennan dag. Má þar nefna
samkeppni um gerð jafningjafræðsluefnis. Tillögur bárust
frá 25 nemendum víðsvegar að af landinu. SAFT verðlaunaði
tvo skóla, Háteigsskóla og Síðuskóla, fyrir sitt framlag.
Báðir skólarnir notuðu „Netorðin fimm“ sem grunn að sínum
verkefni. Nokkrir nemendur Háteigsskóla sýndu við tilefnið
stutta leikþætti byggða á Netorðunum. En fyrr á árinu tók
sami leikhópur þátt í samsýningu þriggja nemendaleikhópa
í Borgarleikhúsinu með sama verk.
TÆKNI OG VIT
SAFT tók þátt í stórsýningu sem tileinkuð var tækniþróun
og þekkingariðnaði, Tækni og vit 2007. Sýningin var haldin
í Fífunni í Smáranum, Kópavogi, 8. - 11. mars 2007. Yfir 100
aðilar kynntu nýjungar og þjónustu sem í boði er í hátækni- og
þekkingariðnaði og heimsóttu um 15.000 manns sýninguna.
Sigurvegarar í samkeppni nemanda ásamt kennara sínum
1.
2.
3.
4.
5.
NETORÐIN FIMM
Allt sem þú gerir á netinu endurspeglar hver þú ert
Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig
Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
Mundu að efni sem þú setur á netið er öllum opið, alltaf
Þú berð ábyrgð á því sem þú segir
og gerir á netinu
ÁLIT VARÐANDI LAGASETNINGAR
OG REGLUGERÐIR
Á verkefnatímabilinu var nokkrum sinnum óskað eftir
skriflegu áliti SAFT frá ríkisstofnunum og hagsmunaaðilunum
varðandi lagasetningar og reglugerðir um netið, rafræn
skilríki auk söfnunar og geymslu persónulegra gagna, m.a.
vegna álitsgerðar talsmanns neytenda og umboðsmanns
barna um markaðssókn gegn börnum.
SAFT tók þátt í Tækni og vit 2007.
SAFT KÖNNUN Á NET- OG FARSÍMANOTKUN
Stærsta og ítarlegasta könnun sem gerð er á Íslandi um netið
og nýmiðla er SAFT könnunin, þar sem gögnum er safnað
meðal 1000 foreldra og 1000 barna á aldrinum 9-16 ára.
SAFT könnunin var fyrst framkvæmd árið 2003 og aftur árið
2007. Capacent var samstarfsaðili SAFT um framkvæmd
könnunarinnar. Gagnasöfnun foreldrakönnunar fór fram í
janúar og febrúar 2007 og gagnasöfnun barnakönnunar fór
fram í mars og apríl 2007.
Samkvæmt niðurstöðum könnunar 2007 nota næstum allir
foreldrar grunnskólabarna (>98%) netið. Flestir foreldrar
(>83%) nota netið daglega og 13% til viðbótar segjast nota
LOKASKÝRSLA
7
það nokkrum sinnum í viku. Um 77% segjast búa yfir miðlungs
eða góðri þekkingu á netinu, 10% segjast vera sérfræðingar
og 12% segjast vera byrjendur. Næstum öll grunnskólabörn
(99%) hafa aðgang að tölvu og netinu heima hjá sér. Yfir 78%
barna segjast fyrst hafa farið á netið heima hjá sér. Þessar
niðurstöður benda til að stærstur hluti netnotkunar barna
eigi sér stað heima hjá þeim.
Um 43% barna segjast hafa lært mest á netið með því að
prófa sig áfram sjálf á meðan 46% segjast hafa lært mest
af vinum sínum. Um 42% barna segjast hafa lært á netið frá
foreldrum sínum, fjórðungur frá systkinum og um 17% frá
kennurum. Þessar niðurstöður gefa til kynna að huga þurfi að
gerð kennsluefnis fyrir grunnskóla með það að markmiði að
gera grunnskólana að sterkari áhrifavaldi í að auka skilning
barna á netinu og auka þannig líkur á jákvæðri og öruggri
netnotkun.
Hversu mörgum klukkustundum eyðir
þú að jafnaði á dag í tölvuleiki á netinu?
53,2%
Minna en 1 klst.
32,4%
1-2 klst.
3-5 klst.
Niðurstöður SAFT kannananna hafa verið uppspretta
þekkingar í nokkrum háskólaverkefnum um menningu
ungs fólk og notkun nýmiðla. Gögnin eru einnig notuð í
öðru Evrópuverkefni, EU Kids Online, sem snýr að gerð
samanburðarrannsóknar á notkun nýmiðla meðal barna
í Evrópu. SAFT tekur einnig þátt í því verkefni, fyrir hönd
Íslands, ásamt 20 öðrum löndum.
Niðurstöður 2003 og 2007 kannananna er hægt að nálgast á
heimasíðu SAFT: www.saft.is/kannanir.
25,1%
7,9%
7,5%
Yngri en
5 ára
5-6 ára
7-8 ára
9-10 ára
1,1%
11-12 ára
13-14 ára
0,1%
Hvar notaðir þú netið í fyrsta sinn?
mars-apríl ‘07
85,1%
14,9%
89,9%
febrúar ‘03 10,1%
Já
Nei
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
febrúar ‘03
Heima
Í skóla
Á heimili vinar
Á internetkaffihúsi
0,1% 3,9%
2,9%
Hefur þú einhvern tíma á síðastliðnum 6 mánuðum
orðið fyrir áreitni, verið strítt, verið ógnað eða farið
hjá þér í spjalli á netinu?
36,2%
22,1%
5,1%
Einungis 10% barna segjast fá reglulega kennslu í skólum
um netið, 41% segjast hafa fengið nokkrar kennslustundir
Hvað varstu gamall/gömul þegar þú notaðir
internetið í fyrsta sinn?
14,8%
Meira en helmingur barna á aldrinum 9-12 ára segja foreldra
venjulega kaupa tölvuleikina fyrir sig en 22.4% segjast
kaupa þá sjálf. Hærra hlutfall barna á aldrinum 13-16 ára
kaupir leikina sjálf en meðal þeirra sem eru 9-12 ára. Á meðal
barna á aldrinum 9-12 kaupir 25% leiki sem eru ekki ætlaðir
þeim aldurshópi. Um 22% barna á aldrinum 9-12 ára og 44%
þeirra 13-16 ára athuga aldrei aldursmerkingar leikja.
Nýleg rannsókn gefur til kynna að
yfir 53% þjóðarinnar þekkir SAFT
verkefnið, jöfn dreifing er á milli
landshluta og aldurshópa. Af þeim
sögðu yfir90% að verkefnið væri
mjög jákvætt og þarft.
6,8%
15 klst. eða meira
25,1%
1,1%
0,3%
78,3%
2,9%
Niðurstöður gefa einnig til kynna að margir foreldrar vita
lítið eða ekkert um hvaða tölvuleiki börn þeirra eru að spila
í tölvunni. Þannig segja um 27% barna að foreldrar vita lítið
eða ekkert um hvaða leiki þau spila og um 40% barna segja
foreldra vita lítið eða ekkert um hvaða leiki þau spila á netinu
(36% stúlkur og 45% drengir). Niðurstöður sýna jafnframt
að þessi aldurshópur spilar tölvuleiki í 3-14 klukkustundir á
viku og um 25% spila jafn langan tíma í netleikjum.
8
Með því að bera saman niðurstöður 2003 og 2007 kannananna má sjá skýr merki um árangur SAFT verkefnisins. Börn
eru núna meira meðvituð um hvaða upplýsingar þau mega
setja á netið, hvað sé löglegt, og hugsa meira um heimildarýni
og netsiðferði en áður. Þá er marktæk aukning á að foreldrar
ræði um örugga notkun netsins og aðra nýmiðla við börn sín.
10,1%
10-14 klst.
mars-apríl ‘07
Um 29% barna segjast hafa verið beðin um að hitta netvin,
af þeim segjast 22% hafa farið og hitt netvin og þriðjungur
þeirra fór án fylgdar á stefnumótið.
62,8%
6-9 klst.
og aðrir segjast mjög litla eða enga fræðslu hafa fengið.
Spurð um eðli kennslunnar segja um 35% hana hafa snúið að
tæknilegum málum, eins og hvernig eigi að tengjast netinu,
en 59% segjast hafa fengið einhverjar upplýsingar um
örugga netnotkun. Um helmingur barna hafa fengið einhverja
fræðslu um hvað sé ólöglegt að gera á netinu.
Annað
FRÆÐSLUEFNI UM SKRÁARSKIPTI OG NIÐURHAL
Niðurstöður SAFT 2007 könnunarinnar sýna að yfir 35%
barna telja ólöglegt að hala niður og deila höfundavernduðu
efni, kvikmyndum, leikjum og tónlist, en meira en 51%
telja samt líklegt að þau muni hlaða slíku efni niður í náinni
framtíð. Bæklingur um skráarskipti og niðurhal var gefinn út
í febrúar 2007 í samstarfi við SMÁÍS, Samtök myndrétthafa
á Íslandi, og Samtón, Samtök rétthafa innan íslensks
tónlistarlífs. Bæklingnum var dreift í 45000 eintökum til
allra grunnskólanemenda á Íslandi. Nemendur voru, í bréfi
sem fylgdi með bæklingnum, beðnir um að ræða innihald
bæklingsins við foreldra sína og kennurum voru sendar
leiðbeiningar um hvernig þeir gætu nálgast viðfangsefnið í
kennslu.
Bæklingur um skráarskipti
og niðurhal
Bæklingur um
farsímanotkun
BÆKLINGUR UM FARSÍMA
SAFT stóð að endurgerð bæklings fyrir foreldra um
farsímanotkun í samstarfi við Vodafone í lok árs 2007.
Bæklingurinn var endurútgefinn í desember 2007 og var
úgáfa bæklingsins kynnt ítarlega í fjölmiðlum. Bæklingnum
hefur síðan verið dreift á foreldrafundum í skólum um allt
land.og sendur almenningi eftir beiðni. Vodafone dreifði
einnig bæklingnum með öllum nýjum seldum farsímum.
Á meðal þess sem fjallað er um í bæklingnum er ábyrg
notkun myndsíma, foreldrastýrður aðgangur, öryggi, einelti,
þjófnaður auk ýmissa heilræða.
Einelti
Því miður eru mörg dæmi um að fólk noti farsíma til þess að áreita eða hræða aðra með
óviðeigandi símtölum, textaskilaboðum eða myndum. Um 30% barna segjast þekkja einhvern
sem hefur verið strítt eða þeim sýndur yfirgangur gegnum farsíma og því er mikilvægt að foreldrar
séu vakandi gagnvart slíku, hvort sem börn þeirra eru þolendur eða gerendur í slíkum málum.
Góð ráð
• Ef grunur leikur á því að barnið þitt hafi orðið fyrir áreiti með hringingum eða skeytum í farsíma er hægt
að hafa samband við lögreglu, skólayfirvöld í viðkomandi skóla eða samtök sem veita þolendum aðstoð.
• Leggðu áherslu á að barnið þitt gefi ekki hverjum sem er símanúmerið sitt, síst af öllu ókunnugum.
• Mikilvægt er að ræða strax við barnið ef grunur vaknar um að það hafi orðið fyrir áreiti með símtölum eða skilaboðum úr farsíma.
• Leggðu áherslu á að barnið svari aldrei texta- eða myndskilaboðum sem það hefur ekki óskað eftir og
innihalda óviðeigandi efni.
• Ræddu við barnið um mikilvægi þess að það láti þig vita ef það verður fyrir einhvers konar ónæði eða áreiti
af völdum SMS eða myndskilaboða, hvort sem það er frá einhverjum sem það þekkir eða ókunnugum.
• Leggðu áherslu á það við barnið þitt að sömu reglur gildi um samskipti í farsímum og í daglegu lífi. Einelti
er aldrei ásættanlegt.
• Auðvelt er að skipta um símanúmer ef það er á annað borð aðferð sem foreldrar og börn vilja nota til að losna undan áreiti. Hringdu í 1414 og fáðu allar nauðsynlegar upplýsingar.
•
Ekki skrá barnið fyrir símanúmerinu sínu. Númer sem skráð er á kennitölu barns kemur fram í símaskrá sem auðveldar aðgengi að barninu. Hægt er að skrá númerið á kennitölu foreldris ef
áhugi er fyrir því að nýta það hagræði sem felst m.a. í góðum tilboðum.
Heilræði tengd einelti úr bæklingi um farsímanotkun
LOKASKÝRSLA
9
SAMSTARF UM ÞRÓUN RAFRÆNNA SKILRÍKJA (eID)
Rafræn skilríki eru í dag lykilatriði hvað auðkenni einstaklings
varðar og geta m.a. verið byggð á lykilorðum og sérstökum PIN
lyklum. Þrátt fyrir að mörg lönd hafi skrifað undir samstarf
um rafræn skilríki er talsverður munur á milli grunnhönnunar.
Evrópusambandið styrkir nú tilraunaverkefnið STORK,
Secure Identity Across Borders Linked, þar sem markmiðið er
að samræma rafræn skilríki milli Evrópulanda. Þetta er gert
með hönnun kerfis sem leyfir þýðingu á milli ólíkrar hönnunar.
Þátttökulönd munu vinna að sameiginlegri lausn sem styðst
við opna staðla. Þeir eru m.a., sameiginleg þjónustuhönnun
sem leyfir borgurum að nota stafræn skilríki á milli landa,
viðmót til öruggra samskipta á netinu fyrir börn sem styðst
við rafræn skilríki, viðmót sem auðvelda hreyfanleika
nemenda á milli Evrópulanda, notkun rafrænna skilríkja
við landamæraeftirlit
og í viðskiptum og
prófun rafrænna ferla
við skráningu búferlaflutninga Evrópubúa á
milli landa.
SAFT er aðili að STORK verkefninu og mun leiða verkþátt um
þróun og prófun á viðmóti fyrir örugg samskipti barna sín á
milli á netinu. Upphafsfundur verkefnisins var haldinn í ágúst
2008 og verkefnið mun standa til ársins 2010. Reiknað er
með að viðmótið verði tilbúið í lok árs 2008 og forprófanir
munu hefjast snemma árs 2009.
HERFERÐ UM PEGI MERKINGAKERFIÐ FYRIR TÖLVULEIKI
Líkt og í öðrum löndum Evrópu hafa tölvuleikir og netleikir
verið umfjöllunarefni á Íslandi. Sérstaklega grófir
ofbeldisleikir sem virðast hafa náð nokkrum vinsældum
meðal yngri barna en þeir eru ætlaðir fyrir. Í desember 2007
og janúar 2008 stóð SAFT fyrir fjölmiðlaherferð um tölvuog netleiki með sérstaka áherslu á PEGI merkingakerfið.
Herferðin var byggð á mjög árangursríkri fjölmiðlaherferð
sem var farin í desember 2005. Auglýsingar voru á
strætisvögnum, í blöðum og hannaðar voru skjáauglýsingar
sem voru sýndar í bíóhúsum um allt land. Í tengslum við
herferðina var gefinn út bæklingur fyrir foreldra um PEGI
merkingakerfið í samstarfi við SMÁÍS og Microsoft Íslandi.
Bæklingnum var dreift í gegnum alla grunnskóla á landinu.
Endursöluaðilar lögðu áherslu á að kynna PEGI fyrir
viðskiptavinum sínum og brýnt var fyrir starfsfólki
að virða aldursmörk við sölu leikja. En kannanir
höfðu áður bent til þess að brögð væru að því að
bæði foreldrar og börn keyptu leiki sem voru ekki
við hæfi.
Efnir úr auglýsingaherferð um PEGI merkingar.
FYRIRLESTRAHERFERÐ UM LANDIÐ
Í apríl og maí 2008 fór SAFT í hringferð í kringum landið með
málstofuna „Þú ert það sem þú gerir á netinu”, með viðkomu
á 10 þéttbýlisstöðum um allt land. Samhliða málstofunni
var keyrð fjölmiðlaherferð undir sömu formerkjum. Börn,
fullorðnir og kennarar voru hvattir til þess að taka þátt í
vinnustofum sem haldnar voru samhliða málstofunum.
Herferðin vakti mikla athygli fjölmiðla og SAFT hefur síðan
borist fjöldi óska frá grunnskólum landsins um framhald á
verkefninu. Vodafone studdi herferðina en allur undirbúningur
og framkvæmd var í höndum verkefnisstjóra SAFT.
Hlíf Böðvarsdóttir að kynna SAFT á einu málþingi
10
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
SAFT
MÁ
ÞÚ ER LÞING
T
GERIR ÞAÐ SEM
Þ
Á NET
INU Ú
SAFT
MÁLÞI
NG
UM AL
SAFT,
LT LA
vakning
netnot
ND
kun bar arverkefni
miðlum
um jákv
na og
æða
land í , stendur fyriunglinga á
og öru
Net
apríl og
maí 200 r opnum mál inu og ten gga
• Aku
8.
þingum gdum
um allt
• Egil reyri
• Bor
• Ísafjsstaðir
• Sau garnes
• Gru örður
• Ves ðárkrókur
• Höf ndarfjörður
n
• Self tmannaeyja
r
Nánari
• Rey oss
upplýsi
ðarfjörð
ngar á
ur
www.s
aft.is
Á hverjum viðkomustað var SAFT kynningar- og fræðsluefni
dreift til þátttakenda, s.s. SAFT blýöntum, pennum,
bæklingum um farsíma og 10 heilræðum til foreldra og segli
með „Netorðunum fimm“. Plakötum með „Netorðunum“ var
einnig dreift með skilaboðum um að þau skildi hengja upp
í upplýsingatæknikennslustofum í viðkomandi skóla. Góð
þátttaka var í málstofum og í ljós kom að viðhorf barna og
foreldra, hvað netið og nýmiðla varðar, er ekki svo ólíkt.
Munurinn liggur helst í því að hóparnir nota ekki sömu
hugtök yfir hlutina. Þá kom í ljós að börn eru mjög opin
fyrir jafningjafræðslu og myndu sjálf gjarnan vilja fá fleiri
tækifæri til þess að láta skoðanir sínar í ljós og koma á
framfæri hugmyndum sínum um hvernig hægt er að tryggja
jákvæða og örugga netnotkun.
Helstu niðurstöður málþings
•
•
•
•
•
•
Þegar rætt er um helstu kosti, tækifæri, galla og hættur netsins kemur í ljós að foreldrar og börn líta þessi
atriði sömu augum en kalla hlutina gjarnan öðrum nöfnum.
Foreldrar hugsa meira um vírusvarnir og aðrar varnir/hömlur þegar spurt er hvernig hægt sé að verjast
hættum á netinu á meðan unglingar hugsa frekar um samvinnu og fræðslu.
Foreldrar hafa mun meiri áhyggjur af félagslegri einangrun heldur en unglingar þegar kemur að
tölvunotkun.
Foreldrar tala meira um persónuupplýsingar og varðveislu þeirra heldur en börn.
Bæði börn og foreldrar eru sammála að foreldrar verði að kynnast netinu betur til að vita hvað krakkarnir
þeirra eru að gera.
Börnum finnst að það eigi að kenna örugga og jákvæða netnotkun í skólum og nota þá jafningjafræðslu
og myndbönd til viðbótar við almenna fræðslu.
LEIÐBEININGAR UM „GÓÐA STARFSSIÐI“ FYRIR NETÞJÓNUSTUAÐILA
Á verktímabilinu vann SAFT í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun að leiðbeiningum um “góða starfssiði” meðal
netþjónustuaðila. Með því að starfa eftir þeim viðmiðum
sem unnin voru geta þjónustuaðilar öðlast sérstakan
gæðastimpil sem verður sýnilegur á heimasíðum þeirra.
Í september 2008 var lögð lokahönd á fyrstu drög að
María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla og
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
handsala samning um samstarf
Nokkur dæmi um leiðbeiningar
til þjónustuaðila
1. Gerið notanda ljóst hvaða ábyrgð fylgir því að setja mynd á netið
2. Bendið notanda á höfundaréttarlög þar sem hægt er að sækja og setja upp efni
3. Bendið notanda á hvaða hættur geta fylgt því að setja persónuupplýsingar a netið
4. Gerið notanda mögulegt að nota gælunafn en um leið ljóst að IP tala er skráð
5. Gerið notanda ljóst að sá sem viðkomandi á í samskiptum við er ekki
endilega sá sem hann segist vera
leiðbeiningum sem valdir þjónustuaðilar munu gera
prófanir með næstu mánuði. Á tímabilinu 2008-2010 mun
SAFT leggja áherslu á að kynna niðurstöður forprófunar og
með aðstoð fjölmiðla hvetja netþjónustuaðila til þess að
tileinka sér þessi viðmið og um leið skapa eftirspurn meðal
netnotenda.
SAFT UNGMENNARÁÐ
SAFT lagði grunninn að stofnun sérstaks SAFT ungmennaráðs
snemma árs 2008 en formlegt ungmennaráð verður stofnað
í byrjun árs 2009.
Í tengslum við alþjóðlega netöryggisdaginn í febrúar
2008 var haldið ungmennaráðsþing í Brussel á vegum
Evrópusambandsins um örugga og jákvæða netnotkun. Níu
löndum var boðið til þátttöku og auk ungmenna frá Íslandi
voru þátttakendur frá Austurríki, Tékklandi, Kýpur, Finnlandi,
Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og Bretlandi. Tilgangur
þingsins var að heyra sjónarmið barna og unglinga um
örugga netnotkun. Fulltrúar Íslands voru þrjár stúlkur: Ásta
Margrét, Thelma Lind og Tinna Dís í 9. og 10. bekk, ásamt
verkefnisstjóra SAFT. Helstu niðurstöður voru að börn og
unglingar vilja fá aukna fræðslu í skólana. Nauðsynlegt er
að þjálfa kennara betur til að sinna þessari fræðslu. Í stað
þess að banna netnotkun í skólum á að leyfa nemendum að
prófa sig áfram með leiðsögn og ef þau lenda í ógöngum
þá er einhver fullorðinn hjá til að aðstoða. Einn íslensku
þátttakendanna benti á að lífsleiknitímar væru kjörinn
vettvangur fyrir kennslu í öruggri netnotkun, þar sem hægt
væri að tengja saman myndbrot sem sýnd voru á ráðstefnunni,
sem sýndi m.a. hættur þess að hitta netvin, verkefnavinnu og
vinnu í tölvuverum.
Fimm íslensk ungmenni, úr tveimur grunnskólum og
þremur framhaldsskólum tóku þátt í fyrstu alþjóðlegu
ungmennaráðstefnunni um örugga og jákvæða netnotkun
LOKASKÝRSLA
11
Ungir netnotendur á Austfjörðum
Fulltrúar ungmennaráðs í Brussel í febrúar 2008
sem haldin var í London dagana 17.-21. júlí 2008. Ráðstefnuna
sóttu 150 ungmenni á aldrinum 14-17 ára frá 20 þjóðlöndum.
Verndari ráðstefnunnar var Prins Edward en forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, hélt einnig stutt erindi
í gegnum Skype í upphafi ráðstefnunnar. Skipuleggjandi
var CEOP - Child Exploitation Online Protection Centre
(www.ceop.gov.uk) sem hefur um margra ára skeið annast
vitundarvakningarátak í Bretlandi um jákvæða og örugga
netnotkun. Megintilgangur ungmennaráðstefnunnar var að
heyra sjónarmið barna og unglinga um netnotkun og gefa
þeim tækifæri á að láta skoðanir sínar og hugmyndir í ljós
varðandi þau tækifæri og þær ógnir sem netið og tengdir
miðlar miðla til þeirra á hverjum degi. Nýta á niðurstöður
ráðstefnunnar til að skrifa nýjan kafla í Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna um netið en ný útgáfa verður gefin út
árið 2009.
SAFT mun leggja áherslu á að gefa ungu fólki enn frekari
rödd í verkefninu og auka þannig þátt jafningjafræðslu.
Þátttakendur í ungmennaráðinu munu fá tækifæri til
þess að vinna með beinni þátttöku að vakningarátaki um
jákvæða og örugga netnotkun, gegna sérstöku hlutverki í
jafningjafræðslu við gerð námsefnis og fjölmiðlaherferða
og vera fulltrúi ungu kynslóðarinnar í ýmsum verkefnum á
vegum SAFT.
Ungum netnotendum gafst kostur á að skrá sig í SAFT
ungmennaráðið á SAFT málstofunum í apríl og maí en
ungmennaráðið verður formlega stofnað í upphafi árs 2009.
Enn er opnið fyrir skráningu í ungmennaráðið á heimasíðu
SAFT en á þriðja tug umsókna hafa nú þegar borist
•
•
•
•
•
•
•
Fulltrúar ungmennaráðs í London í júlí 2008
Það er sama hvar barnið er, það á alltaf rétt á að vera verndað, hvort sem það er á netinu eða í hinu daglega lífi.
Það er hægt að gera m.a. með aukinni fræðslu og sýnilegri löggæslu.
Börnum finnst þau vera öruggari á netinu því þar hafa þau meiri völd og geta stýrt hlutunum betur sjálf. Aftur á móti
finnst þeim þau betur varin í hinu daglega lífi af stjórnvöldum og löggæslunni. Mikilvægt er að þeim finnist þau líka vera
varin á netinu með t.d. sýnilegri hjálparhnöppum og að þau lög sem gilda í hinu daglega lífi gildi líka á netinu.
Stjórnvöld þurfa að huga meira að netinu. Um leið og ný lög og reglugerðir eru sett, t.d. um sjóræningjastarfsemi þar sem
höfundarréttur er brotinn, eiga stjórnvöld að búa til kennsluefni og stuðla að fræðslu til almennings.
Börn vilja fá aukna fræðslu um örugga netnotkun í skólanum. Nauðsynlegt er að þjálfa kennara betur til að sinna þessari
fræðslu. Foreldrar þurfa sömuleiðis að uppfæra netþekkingu sína.
Auka aðgengi að hjálparhnöppum eða hjálparsíðum þar sem börnum yrði gert auðveldara að greina frá misnotkun, einelti
eða ólöglegu athæfi. Mörgum þátttakendum fannst erfitt að finna hjálparhnapp á sumum síðum og oft er mjög erfitt að
koma skilaboðunum áleiðis.
Mikilvægt er að löggæslustofnanir vinni betur saman. CEOP er hluti af VGT (Virtual Global Taskforce) ásamt löggæslu í
Ástralíu, Kanada, Ítalíu, Bandaríkjunum og Interpol og vilja þátttakendur sjá fleiri lönd taka þátt í þessu samstarfi.
Fréttamiðlar vinni betur að því að uppfræða almenning um örugga netnotkun t.d. með því að tileinka málefninu dálk einu
sinni í viku þar sem almennt er rætt um öryggi barna og þar sem rödd barnanna sjálfra heyrist.
Helstu niðurstöður ungmennaráðstefnu í London
12
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
DVD diskur með 4 myndböndum um örugga og jákvæða
netnotkun auk 5 stuttra leikþátta byggðum á „Netorðunum
fimm“ var gefinn út í ágúst 2008. Diskurinn inniheldur einnig
11 námseiningar til notkunar í lífsleikni- eða upplýsingatæknikennslu fyrir 9-16 ára börn og unglinga. Viðfangsefni
námseininganna er:
AUGA
Nokkrar nýjar SAFT námseiningar voru þróaðar og
dreift á verkefnatímabilinu. Sérstök áhersla var lögð á
jafningjafræðsluefni, heimildarýni og netsiðferði. Allar
námseiningar er hægt að nálgast á heimasíðu SAFT. Fyrst
má nefna að sögubók um netnotkun og heimildarýni, sem á
uppruna sinn frá sænsku samstarfsaðilum okkar í netverkinu,
fyrir 1.- 3. bekk grunnskóla var þýdd og gefin út á netinu
(www.saft.is/oruggnetnotkun/kennsluefni).
su
á þes
afræði
um
aðferð n neikvæð
ar og
geg
þekking og hamlar
nnur
kur bru hið jákvæða
evróps
með
styður
ninnar.
ef fer
arátak
sviði sem lýsingatæk
Myndst urbirtingar
vakning ndi.
upp
1991.
ni, er
end
hliðum
á Ísla
ennri
og tæk
ð árið opinberrar
n,
linga
alm
fna
lda
Pla
ung
að
sto
na
tir
fjölsky
Action
na og
ri
ef var
anna veg ra og stuðlar ef innheim
félag,
n bar
rnet
örugga
Myndst tt félagsm
- Sam
dst
a og
þeir
ninotku Safer Inte
um
aré
SAFT
og
i. Myn
a sinn
kum
gga tæk rkt af
höfund
á ver
dsins
su svið félagsmann
Heimili
sty
á þes
ingar
um öru
samban ESB er
tti
útfærslu
gæslu
nið er
og sýn
Evrópu
undaré
ttar
ast
við
höf
T
aré
Verkef
á
ann
kun
d. SAF
aáætlun ningsaðili
sem
höfund
ra.
fyrir not a til þeir
ldra,
aðgerð
Sam
nds hön örugga
r Ísla
k fore
kun.
þóknun
til skil
um
fyri
ni
not
mtö
net
m,
hen
ssa
nisins
eti ESB
kemur
- land
lýsingu
verkef
starfsn deilir upp
skóli
öðrum
ir
kvæmd i af sam
í
deil
fram
num
hlut
ur
og
fe og
nið er nefnist Insa með verkef sameiginleg
verkef
ði
kingu
R
kun sem
til ver
og þek
er að
netnot
ININGA
afræði Markmiðið
SLUE
aðferð
löndum.
netið?
KENN
Evrópu
um við
rnig not
TTIR
1. Hve
r.
LEIKÞÆ mín.
upóstu
2. Tölv
1
YND OG
all.
AM
.
3. Spj
ILD
48 sek
HEIM
símar.
4. Far
netinu.
ttir).
a.
elti á
(5 þæ
ur.
a?
5. Ein
1. Aug i heima?
á netinu, . hver þátt
gerir
Lalli heim
Lall
gera
sek
6. Er
2. Er
sem þú
allir.
. og 35
i en það
æling.
7 mín
ert það
gera það 3 sek.
a má ekk
7. Nett
3. Þú
netinu.
að þett
i en það
. og
ferði á
Ég veit
má ekk
23 mín
8. Sið
ttur þetta
undaré
veit að
9. Höf
4. Ég
.
það allir
gg.
kun.
Blo
not
10.
net
UR
nrýnin
SGÁT
11. Gag
NDUR
GEFE
UM ÚT
Hvernig notum við netið
Tölvupóstur
Spjall
Farsímar
Einelti á netinu
Nettæling
Siðferði á netinu
Höfundaréttur
Blogg
Gagnrýnin netnotkun
Félagsnetsíður
KROS
T
fn SAF
1. Áhö ði SAFT
lræ
2. Hei
Tegund
Lengd
Textar
1 mín.
. x5 / 23
, 35 sek
. / 7 mín
/ 48 sek
ti
ur
Íslensk
kur
og ens
ratio
4:3
aspect
sek.
mín. 3
N
OTKU ALLIR
A NETN ÞAÐ GERA ÞAÐ
ÖRUGGTA MÁ EKKI EN
ND UM VEIT AÐ ÞET
NDBÖIR Á NETINU | ÉG
G MY
FNI OERT ÞAÐ SEM ÞÚ GER
SLUE
| ÞÚ
HEIMA
KENN
LALLI
| ER
NÝTT SAFT NÁMSEFNI
Copyrig
ht© 200
8 SAF
T og Myn
FT og
af SA
stef
Mynd
FNI
SLUE
KENN BÖND UM
YND NOTKUN
M
G
O
T
GA NE
ÖRUG
Útgefið
dstef.
tex
L
Diskurinn var unninn í samstarfi við Námsgagnastofnun og
Myndstef og var dreift til allra grunnskóla landsins í október
2008.
SAFT VEFSETRIÐ
Heimasíða SAFT verkefnisins www.saft.is hefur þegar skapað sér sess
meðal almennings og hagsmunaaðila sem uppspretta upplýsinga um
örugga netnotkun. Jafnhliða því sem verkefnið hefur þróast hafa nýjar
undirsíður verið búnar til þar sem ýmsum hliðum netsins og tengdra miðla
eru gerð skil. Börn, foreldrar, kennarar, fjölmiðlar og aðrir geta með því
móti nálgast áhugavert fræðsluefni um jákvæða og örugga netnotkun.
Fjölmargir skólar og námssetur vísa á heimasíðu SAFT, auk ýmissa
hagsmunaaðila, fyrirtækja og stofnana í upplýsingatækniiðnaði.
Ný heimasíða SAFT var opnuð í nóvember 2007. Heimasíðan fékk yfir
100 heimsóknir á dag að meðaltali á verkefnatímanum. Á sama tíma var
hjálparlína SAFT sett upp á gáttinni. SAFT vefsetrinu er ætlað að vera
miðstöð upplýsinga og námsefnis um örugga notkun netsins og tengdra
miðla. Má þar m.a. finna fréttatengt efni, heilræði, kennsluefni, greinar,
niðurstöður rannsókna, tengla á gagnlegt efni og svör við algengum
spurningum, svo fátt eitt sé nefnt.
NETSVAR - HJÁLPARLÍNAN
Frá upphafi verkefnatímabilsins vann SAFT í samstarfi
við Póst- og fjarskiptastofnun og Barnaheill að hönnun
sérstakrar hjálparlínu sem var ætlað að setja fram spurningar
og svör við algengum fyrirspurnum sem tengjast netinu, m.a.
ólöglegu eða meiðandi efni. Fólki hefur þannig gefist tækifæri
til að spyrja þeirra spurninga sem brenna á þeirra vörum.
Hjálparlínan, sem fékk nafnið NETSVAR (www.netsvar.is), var
síðan formlega opnuð á blaðamannafundi í nóvember 2007,
í húsakynnum Póst- og fjarskiptastofnunar. Sérstök áhersla
var lögð á að kynna síðuna börnum á aldrinum 8-16 ára sem og
fyrir almenningi. Opnuninni var fylgt eftir með auglýsingum
á neti og í blöðum. Við undirbúning á hönnun hjálparlínunnar
stóð SAFT fyrir könnun á landsvísu þar sem leitað var álits
almennings á netöryggismálum. Niðurstöður gáfu til kynna að
74% landsmanna töldu að það væri brýn þörf fyrir almenna
hjálparlínu sem gæti veitt aðstoð við málefni sem tengdust
fræðslu, félags- og sálfræðilegum hliðum netsins og nýmiðla,
auk lagalegra og tæknilegra hliða.
LOKASKÝRSLA
13
„Niðurstöður könnunar gáfu til
kynna að 74% landsmanna töldu að
það væri brýn þörf fyrir hjálparlínu
sem gæti veitt aðstoð við málefni
sem tengdust netinu“
Hvað er MSN?
18.11.2007
MSN er er spjallrás sem flytur stutt textaskilaboð milli viðmælenda á netinu. Boðin birtast
samstundis á skjá þeirra, svipað og SMS skilaboð í farsíma. Til viðbótar geta flest spjallforrit
ennfremur flutt tal og hreyfimynd (með vefmyndavél) af viðmælendum sem vissulega eykur öryggið.
Skyndiskilaboð eru ekki ósvipuð spjalli á spjallrásum en aðalmunurinn er sá að aðrir en þeir sem eiga
samskiptin eiga ekki að geta séð skilaboðin. Skyndiskilaboð eru vinsæl samskiptaleið, einkum milli vina
og vinnufélaga, sem skiptast á fréttum, gamansögum ofl. Hægt er að búa til vinalista og bæta inn á hann
aðilum sem nota sams konar forrit. Þegar notandi er tengdur netinu fær hann upplýsingar þegar aðilarnir á
listanum tengjast og þannig getur hann séð hverjir úr vinahópnum eru tengdir hverju sinni. Flest forrit bjóða þann möguleika að notendur skilgreini áhugamál sín og geti þannig fundið nýja félaga með sömu eða svipuð áhugamál. Til að nota skyndiskilaboð þarf að sækja forrit frá vefsíðu þess aðila sem notandi kýs. Til að fá heimild fyrir því að sækja forritið þarf að skrá sig og velja skjánafn (kenninafn). Síðan þarf að setja forritið upp á tölvunni og byggja upp eigin lista af netvinum.
Dæmi um fyrirspurn sem send var inn á Netsvar og svar við henni
INNLENT SAMSTARF
Sérstök verkefnastjórn var sett á laggirnar við upphaf
verkefnis. Hlutverk stjórnarinnar var að hafa yfirsjón um
stjórnun verkefnisins á verkefnatímabilinu og fylgja eftir
framkvæmd verkefna. Stjórninni var einnig ætlað að vera
ráðgefandi um hönnun, gæði og dreifingu efnis og hittist
hún annan hvern mánuð. Verkefnisstjórn átaksins var skipuð
fulltrúum frá menntamálaráðuneyti, Háskóla Íslands og Félagi
um upplýsingatækni og menntun (F3) auk verkefnisstjóra
SAFT.
Auk verkefnastjórnar var starfræktur stýrihópur sem
er ætlað ráðgefandi hlutverk. Í hópnum sátu 23 fulltrúar
hagsmunaaðila, m.a. frá stjórnvöldum, úr viðskiptalífinu,
frá rannsóknaraðilum, og menntunar- og forvarnaraðilum.
Hópurinn hittist tvisvar á ári og veitti umsögn og ráðgjöf eftir
því sem við átti hverju sinni.
14
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
Guðberg Jónsson, verkefnisstjóri SAFT, Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og María Kristín
Gylfadóttir, formaður Heimiis og skóla
Stýrihópur SAFT á Íslandi
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Barnaheill
Capacent Gallup
F3 - Félag kennara um upplýsingatækni og menntun.
Háskóli Íslands
Lýðheilsustöð
Menntamálaráðuneyti
Microsoft Íslandi
Námsgagnastofnun
Netmiðlar 365
Neytendasamtökin
Vodafone
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
Persónuvernd
Póst- og fjarskiptastastofnun
Rannsóknir og greining
Ríkislögreglustjóri
Samgönguráðuneyti
Samtónn
Samband Íslenskra auglýsingastofa
Síminn
Smáís
Talsmaður neytenda
Umboðsmaður barna
Nova
SAMSTARF VIÐ INSAFE NETVERKIÐ OG ÖNNUR EVRÓPULÖND
Á verkefnatímabilinu hefur SAFT starfað mikið með
INSAFE netverkinu, m.a. með setu í stýrihópi netverksins,
þátttöku í náms- og fræðslufundum, netfundum,
vinnuhópum og með skrifum greina í mánaðalegt
fréttabréf samstarfsnetsins sem hægt er að finna á
heimasíðu INSAFE (www.saferinternet.org). SAFT hefur
einnig miðlað framleiddu efni og upplýsingum aflað
meðal netverksins, þ.m.t. námseiningum, auglýsingum,
fræðsluefni og rannsóknum.
Frá heimasíðu INSAFE
netverksins og lógó
LOKAORÐ
Heimili og skóli – landssamtök foreldra hafa síðastliðin
ár verið sá aðili á Íslandi sem haldið hefur uppi markvissu
og vel útfærðu vakningarátaki um netið og tengda miðla.
Markhóparnir hafa verið börn, foreldrar, skólasamfélagið,
fjölmiðlar, upplýsingatækniiðnaðurinn og stjórnvöld.
Vakningarátakið hefur notast við þá miðla sem best henta
hverju sinni og tekið tillit til aðgerða og reynslu annarra
aðila í samstarfsnetinu. Gott samstarf hefur náðst við
lykilmarkhópa um áhersluatriði og verkefni, s.s. kennara,
tómstundafulltrúa, fjölmiðla, opinberar aðila og ráðuneyti,
félagasamtök, foreldrasamtök og upplýsingatækniiðnaðinn.
Heimili og skóli hafa á tímabilinu safnað mikilvægri þekkingu
um tæknilegar hliðar öruggrar netnotkunar og útbúið
upplýsingatengt efni sem komið hefur verið á framfæri við
foreldra, skóla og allt samfélagið. Í þessu verkefni myndaðist
einnig einstakt tækifæri fyrir Heimili og skóla til að tengja
saman foreldra, börn, skólasamfélagið, stjórnvöld og
upplýsingatækniiðnaðinn og skapa vettvang til samræðna
milli allra hagsmunaaðila. Í þeim samræðum var lögð áhersla
á opin og gegnsæ samskipti þar sem forvarnir sem snúa
að öruggri netnotkun og tengdum miðlum voru hafðar að
leiðarljósi.
Í stuttu máli má segja að öllum markmiðum verkefnisins hafi
verið náð og að verkefnið hafi þróast eins og gert var ráð
fyrir. Verkefnið og verkefnisstjórar þess voru mjög sýnilegir
í samfélaginu á verkefnistímabilinu. SAFT vörumerkið er nú
þekkt meðal almennings og áherslur og skilaboð SAFT fékk
jafnt og þétt aukna athygli bæði fjölmiðla og hagsmunaaðila,
þegar leið á verkefnistímabilið.
HEIMILISFANG
SAFT
Heimili og skóli – landssamtök foreldra
Suðurlandsbraut 24, 4. hæð
108 Reykjavík
Tel: +354-5627475
Tölvupóstur: [email protected]
Heimasíða verkefnis: www.saft.is
INSAFE samstarfsnetið: www.saferinternet.org
Aðgerðaráætlun Evrópusambandsins:
http://europa.eu.int/information_society/activities/sip/index_en.htm
LOKASKÝRSLA
15
16
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
LOKASKÝRSLA
17
SAFT Steering Committee Members
The Ministry of Education, Culture and Science
The Ministry of Communication
Microsoft
Post and Telecom Administration in Iceland
The Data Protection Authority in Iceland
University of Iceland
Association of ICT Teachers
The National Police Preventive Measures Department
Save the Children Iceland
The Consumer Association in Iceland
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
18
Ombudsman for Children
Spokesman for Consumers
National Centre for Education Materials
Public Health Institute of Iceland
Society of Icelandic Advertising Agencies
Capacent – Gallup
Icelandic Centre for Social Research and Analysis
The Association of Film Rights Holders in Iceland
Iceland Telecom
Vodafone
Nova
Hive
365
COOPERATION WITH THE INSAFE NETWORK
Throughout the project term SAFT cooperated actively with individual
nodes in Insafe network as well as within the network itself. This included
participating in Insafe Steering Committee meetings and training sessions
and from July 2008 the Icelandic node has acted as the chair of the Insafe
Advisory Committee, a new body within the network. SAFT project managers also participated actively in other activities, such as online meetings,
writing articles in the Insafe monthly newsletter and took part in individual
working groups, particularly the SID working group. SAFT was also active in
sharing resources and best practices with other network members.
INSAFE
homepage
and logo
CONCLUSION
Heimili og skoli has since 2004 been in the forefront
of safe use of Internet and other new media in Iceland
through its management of the SAFT project. Acting as
a national node for Internet safety, Heimili og skoli has
gained significant knowhow on the technical side of safe
Internet use as well as on developing safety Internet
awareness messages and promoting them through media
campaigns on a national level. Its unique role as a National
Parent Association provided SAFT project managers the
opportunity to effectively draw together parents, children,
school community and national authorities and encourage
a dialogue between all stakeholders on the importance of
transparent communication, trust-building and preventive
education when it comes to Internet and new media safety.
During this project term, greater relations were forged with
industry stakeholders and government agencies responsible
for safe use of Internet and other media, such as The National
Post and Telecom Administration. SAFT has now been firmly
established in Iceland as key source of information on safer
use of Internet and new media. By placing emphasis on
positive messages and education rather than scare tactics,
SAFT has also received a “good practice” labelling among key
stakeholders in industry and government and managed to
work at the same time with the 2 largest mobile operators
Vodafone and Siminn on different projects.
As a conclusionary remark it can be said that all main
objectives of the project were met and work progressed
according to plan. The project also had interesting and
value added additions not foreseen at the beginning of the
project. The project and its project managers were very
visible throughout the project term at all levels of society.
The project drew an increasing interest from the media as it
progressed and more media coverage was noted than before.
Heimili og skoli is dedicated in continuing with education
children, parents and the public on Internet and new media
safety in Iceland.
CONTACT INFORMATION
SAFT
Heimili og skóli
Suðurlandsbraut 24, 4.hæð
108 Reykjavík
Tel: +354-5627475
Email: [email protected]
The project's website: www.saft.is
The INSAFE portal: www.saferinternet.org
Europe's Information Society portal:
http://europa.eu.int/information_society/activities/sip/index_en.htm
FINAL PUBLIC REPORT
13
LOKASKÝRSLA
19
SAFT HELPLINE
From the onset of this project work started on designing
operating guidelines to deal with children's concerns about
illegal or harmful content on the Internet. The Icelandic
helpline NETSVAR (www.netsvar.is) was launched in
November 2007 in collaboration with Save the Children
Iceland and The Post and Telecom Administration in Iceland.
In marketing the helpline special focus was put on promoting
it to children aged 8-16 years as well as to the general
population, both through
a campaign in print
media and at parental
meetings in schools.
In preparation for the
launch of the helpline,
SAFT carried out a
national survey asking
about the knowledge and
opinion of the general
public. Results showed
that 74% of the general population thought that there is a
great need for a public helpline that could provide assistance
on issues related to educational, social and psychological
aspects of the use of the Internet and other new media, as
well as issues concerning law and technical aspects.
“A national survey showed that
74% of the general public in Iceland
thought there was a great need for
a public helpline on Internet and new
media safety issues”
What is MSN Messenger?
MSN messenger is a free instant messaging software licensed by Microsoft in 1999 and runs under the
Windows operating system. Since then, it was renamed Windows Live Messenger in 2006. The main features
of this program include the sharing of folders among online users, PC to PC calls as well as PC to phone
calls, accessibility to some online games and applications, the possibility to receive offline messages and
interoperability with Yahoo Users, to name a few. The major advantages of MSN Messenger are that the
program is free, easy to access, includes a variety of different features corresponding to all kinds of online
users and has a user-friendly interface. It also bears disadvantages that have come up with newer versions
of the program. The ones most mentioned by users, concern error codes that disable the connection to the
program and the growing threat of infections through viruses and worms.
Example of a question and answer posted on the Netsvar helpline
NATIONAL COOPERATION
A SAFT Project Management Committee was established
at the onset of the project. The role of this committee was
to oversee the management of the project throughout the
project term and ensure a successful completion of work
packages. The committee also assisted in creating awareness
tools for the main target groups and in developing a quality
assessment plan with the objective to ensure that all work
packages and the project as a whole was implemented to the
quality level of best practice in the respective areas and met
stated objectives. The Committee met every four months
during the project term.
A SAFT Steering Committee was established at the
beginning of the project with the aim to act as an advisory
board for the project. The Steering committee consisted of
23 relevant stakeholders. The committee acted as a channel
of communication among stakeholders and the awareness
node, and meet two times per year, Individual Steering
Committee members also gave advice and feedback as
12
needed through other means of communication and were
partners in individual awareness campaigns and activities.
The Steering Committee acted as a joint committee for the
awareness node and the helpline.
Guðberg K. Jónsson, SAFT Project Manager, Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir, Minister of Education, and María
Kristín Gylfadóttir, President of Heimili og skóli
COMMUNITY, FAMILY AND TECHNOLOGY
early insight into the themes that will be taken forward for
submission to the United Nations Convention on the Rights
of the Child which will be held in 2009.
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
Young Internet users had the opportunity to register for
the SAFT Youth Panel during the SAFT seminars held across
Iceland in April and May 2008 but the panel will be formally
launched in the beginning of 2009. Those interested can still
enlist online but over 30 applicants have been received so
far.
20
related project aims. Youth panellists will get the opportunity to mould new youth initiatives, change the mindsets
of society (youth as a resource), represent youth voice in
decision-making, mentor and positively impact other youths,
and network with other like-minded youth. The Youth Panel
will continue to take part in “training the trainers” seminars
held by SAFT project managers and their voice will be heard
during the development of SAFT educational modules and
future media campaigns.
SAFT will continue to empower a youths by awarding them
a platform to reach their peers in groups and pursue SAFT
LE
1 mín.
YND OG
.
ILDAM
48 sek
HEIM
ttir).
a.
(5 þæ
ur.
1. Aug i heima?
á netinu, . hver þátt
gerir
Lall
sek
2. Er
sem þú
allir.
. og 35
7 mín
ert það
gera það 3 sek.
3. Þú
i en það
. og
má ekk
23 mín
þetta
veit að
4. Ég
UR
SGÁT
KROS
T
fn SAF
1. Áhö ði SAFT
lræ
2. Hei
aspect
Lengd
Textar
1 mín.
. x5 / 23
, 35 sek
. / 7 mín
/ 48 sek
ti
ur og
Íslensk
enskur
AUGA
TTIR
IKÞÆ
netið?
KENN
um við
rnig not
1. Hve
r.
upóstu
2. Tölv
all.
3. Spj
símar.
4. Far
netinu.
elti á
a?
5. Ein
Lalli heim
gera
6. Er
i en það
æling.
a má ekk
7. Nett
netinu.
að þett
ferði á
Ég veit
8. Sið
ttur undaré
9. Höf
.
það allir
gg.
kun.
10. Blo
netnot
nrýnin
11. Gag
How to use the Internet
Email
Chat
Mobile phones
Online bullying
Online grooming
Net-ethics
4:3
Copyright
Blog
Source criticism
Social networking
Tegund
SL HEIMA | ÞÚ
KENN
LALLI
| ER
su
á þes
afræði
væðum
aðferð
neik
ar og
gegn
þekking og hamlar
nnur
kur bru hið jákvæða
evróps
með
styður
ninnar.
tak
ef fer
sviði sem lýsingatæk
ningará
NDUR
Myndst urbirtingar
upp
er vak
ndi.
GEFE
1991.
end
ri
hliðum
tækni, linga á Ísla n,
ð árið
berrar að almenn
UM ÚT
lda og
Pla
ung
stofna vegna opin
tir
fjölsky
ðlar
Action
na og
ri
ef var
anna
félag,
innheim
og stu
n bar
rnet
örugga
Myndst tt félagsm
- Sam
dstef
a og
þeirra
ninotku Safer Inte
um
aré
SAFT
og
i. Myn
a sinn
kum
gga tæk rkt af
höfund
á ver
dsins
su svið félagsmann
Heimili
sty
á þes
ingar
um öru
samban ESB er
arétti
útfærslu
gæslu
nið er
og sýn
Evrópu
við
T
aréttar
Verkef
á höfund
annast
SAF
kun
aáætlun ningsaðili
sem
höfund
ra.
hönd.
fyrir not a til þeir
ldra,
aðgerð
Sam
Íslands um örugga
k fore
kun.
þóknun
til skil
fyrir
netnot landssamtö
m,
henni
nisins
eti ESB
kemur
lýsingu
verkef
starfsn
ir upp
skóli
um
kvæmd
í öðr
af sam og deilir deil
num
ur
og fram er hluti
Insafe
verkef
nið
eiginleg
með
nefnist
verkef
ði sam
kingu
R
kun sem
til ver
og þek
er að
netnot
ININGA
afræði Markmiðið
SLUE
aðferð
löndum.
Evrópu
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
•
N
OTKU ALLIR
A NETN ÞAÐ GERA ÞAÐ
ÖRUGGTA MÁ EKKI EN
ND UM VEIT AÐ ÞET
NDBÖIR Á NETINU | ÉG
Y
M
ÞÚ GER
I OG
UEFN ERT ÞAÐ SEM
SAFT EDUCATION MODULES
Several education modules were designed and distributed
to schools within the current project. The focus was on
peer-to-peer education, source criticism and net-ethics.
All education modules are also available online at the SAFT
website, www.saft.is. A storytelling book on Internet use and
source criticism for children in the first grade was published
online and is available for teachers of all children in the first
grade. The book was adopted from the Swedish Node (www.
saft.is/oruggnetnotkun/kennsluefni) and translated into
Icelandic.
A DVD with 4 short infocines on safe and positive use of
the Internet and new media and 5 short plays based on the
5 advices on Net-ethics was published in August 2008.
The DVD also contains 11 educational, modules. These
educational modules, which are also available on the SAFT
website focus on:
ratio
sek.
mín. 3
Copyrig
ht© 200
8 SAF
T og Myn
FT og
af SA
stef
Mynd
Útgefið
FNI
SLUE
KENN BÖND UM
UN
YND
OG M NETNOTK
GA
ÖRUG
dstef.
tex
L
The DVD was developed in collaboration with the National
Centre for Education Material in Iceland and Myndstef,
The Association of Icelandic Visual Artists, Professional
Photographers, Graphic Designer, Icelandic Architects,
Scenographers, Costume Designer's, and the Icelandic
Design Centre. The material was distributed to all elementary schools in Iceland in October 2008.
SAFTWEBSITE
The project website www.saft.is is already a well known
portal in Iceland for information on children’s safe use of the
Internet. Most elementary schools in Iceland as well as other
education centres have links to the SAFT homepage on their
websites. Many companies within the ISP industry and many
others public organisations and institutes also have link to
the SAFT website. Our aim was to establish the portal as
the main source of information and education on issues
concerning the safety of Icelandic children and teenagers
in using the Internet and other new media. As our awareness
work has progressed, new sections on the different aspects
of Internet and new media safety have been added.
children and young people in the use of the Internet and new
media. We believe we have succeeded in our efforts as the
SAFT website is today the main source for information on
safe use of the Internet and other new media for children,
parents, teachers and media.
A new web layout for SAFT was developed and launched` in
November 2007. The website has attracted over 100 hits a
day on average during the project term. Our goal is ensure
that the website will continue to be a fun place for children
to visit and the portal children and adults alike will visit first
when looking for information or support on the safety of
11
FINAL PUBLIC REPORT
LOKASKÝRSLA
21
SAFT YOUTH PANEL
The conference was attended by Prince Edward and Gordon
Brown, The UK Prime minister , spoke to participants via
Scype. The conference was organized by CEOP - Child
Exploitation Online Protection Centre (www.ceop.gov.uk).
CEOP has for a number of years actively campaigned on
safe and positive use of the Internet. The main goal of the
forum was give young people a venue to express their ideas
and views on the Internet and new media. The results gave an
from Austria, The Czech Republic, Cyprus, Finland, Germany,
Netherlands, Sweden and The UK. The main goal of the forum
was to give children a voice in the ongoing discussion on
safer Internet. Three teenage girls participated on behalf of
Iceland: Asta Margret, Thelma Lind and Tinna Dis, along with
a SAFT project manager. The forum concluded that there is
a need for increased education on Internet use in schools
and teachers need more training as educators in this field.
Instead of banning Internet use at schools students should
be allowed to experience under guidance, so if they would
run into problems a responsible adult would be close by.
One of the Icelandic participants pointed out that classes
on life-skills are a good venue for exploring the Internet. In
these classes different teaching methods could be mixed
and different assignments, discussions and video-clips on
the subject could be used.
Youth Panel in Brussels in February 2008
Young Internet users in Iceland
In connection with The Safer Internet Day in 2008, 3 members
of the SAFT Youth Panel EU Youth Forum in Brussels on safe
and positive use of the Internet. Nine countries participated in
the event. In addition to the Icelandic girls, participants came
SAFT started preparations for the creation of a SAFT Youth
Panel already at the beginning of 2008, recruiting teenagers
from the greater Reykjavik area. The SAFT Youth Panel will,
however, be formally established in early 2009.
Five members of the SAFT Youth Panel were invited to
participate in the first international Youth Forum on
safer Internet, held in The UK on 17-21 July 2008. Over 150
participants from 20 countries participated in the event.
Youth Panel in London in July 2008
•
•
•
•
Delegates called for a mandatory and universal browser-based 'report abuse' button embedded on
the toolbar of each browser and on all social networking sites. This should require only two clicks to
report any problem, without even leaving the webpage. Additionally, an easy-to-access tutorial about
Internet safety should be built into browsers.
Delegates asked that IP addresses would be shown with every message put online (chat rooms,
messenger etc) to provide greater accountability for online activities.
Delegates called for the setting up of a national online safety industry advisory panel, made up of
youth and industry leaders to represent current issues in their countries to government authorities
Competition can lead to better products but if the industry sector does not work collectively with
education institutes and teachers, young people, government, the media and others the future of
young people will not be safeguared.
Examples of results from the London Youth Forum
10
COMMUNITY, FAMILY AND TECHNOLOGY
to continue with the seminars. Vodafone supported the
campaign but the planning, advertisement and presentations were in the hands of the SAFT team.
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
During the tour around Iceland as well as at “train the
trainers” seminars in the capital area SAFT distributed
material previously developed during the project. In
addition, 10 thousand marked SAFT pencils and Helpline
pens were produced and distributed to participants and
participating schools, thus marketing the corresponding
websites. Posters with the 5 advices on net-ethics along with
10 thousand refrigerator magnets and posters displaying
22
the 5 advices on net-ethics were also distributed to all
participating schools. The posters were then mounted in IT
class rooms. The seminars attracted many guests and results
from the workshops indicate that the difference between
the views of children and their parent on the Internet and
new media is not as much as many would have guessed. The
main difference concerns the different use of words over
the same things. The children emerged as very open to peerto-peer education and expressed interest in having greater
opportunities in expressing their thoughts and opinions out
to the general public, and thus helping with building a safer
Internet for surfing.
Main results of the seminars
•
•
•
•
•
•
When talking about qualities and defaults of the Internet, parents and children seem to share the same
views but use different concepts
Parents think about virus-scans and filtering when asked how to protect against online danger but
children think more of collaboration and education
Parents are more worried about social isolation when talking about the Internet than children are
Parents talk more about personal data and data protection than children
Both parents and children agree that parents need to learn more about the Internet to be able to
understand what children are doing online
Children think that they should learn about safe and positive use of the Internet in schools, using peer to
peer education and videos in addition to traditional approaches
GUIDELINES ON GOOD ONLINE PRACTICES
During the project term SAFT has been working on
guidelines on “Good Practice” recommendations, or “code
of conduct” for companies providing Internet and mobile
service in cooperation with The Post and Telecom
Administration in Iceland. By adhering to the practices put
forward in the guidelines, companies can receive a “good
company” label. In September 2008 SAFT finalized the
first draft of the “Good Practice” guidelines in collaboration
María Kristín Gylfadóttir, President of Heimili og skóli, and
Hrafnkell V. Gíslason, President of Post and Telecom
Administration in Iceland signed a cooperation agreement
A few examples of “Good Practice” tips to ISPs
1.
2. 3. 4. 5. Make the user aware that he is responsible
for what he uploads
Inform the user that copyright laws might
apply to material downloaded or uploaded
Inform the user about the dangers that could accompany posting personal information online
Enable the user to use a nickname, where appropriate, and inform him that his IP number
is registered
Inform the user that his online interacting is not necessarily who he claims to be
with The Post and Telecom Administration and the SAFT
Steering Committee. Several ISP companies are currently
conducting pilot tests using the codes. During the next
project term SAFT will collaborate with the media in
generating public awareness of these codes and thus
establish wide demand.
9
FINAL PUBLIC REPORT
LOKASKÝRSLA
23
eID – ELECTRONIC IDENTIFICATION
Digital or electronic IDs are key elements in the identification
of a person, and can be based on passwords, qualified
certificates, ID cards and PIN codes, or other devices,
e.g. mobile phones. While some countries have signed
agreements on mutual recognition, eID systems differ from
one country to another and interoperability across borders
is almost nonexistent. A pilot project, acronym STORK, has
been launched by the European Commission which aims to
achieve the pan-European recognition of electronic IDs.
This will be done without imposing one single solution but
allowing national systems to work together. The participating
countries will test a set of services using open standards.
These include a common service architecture allowing
citizens to use their national eIDs to access e-Government
portals across borders, a platform for safer online
communication using
eIDs for children, a
service
facilitating
students’
mobility
across Europe, use of
eID for cross-border
electronic delivery for citizens and businesses, and for
testing the electronic process of address change for EU
citizens that move to other Member States. SAFT is a partner
in the STORK project and will be in charge of developing and
testing the platform for safer online communication using
eIDs for children in Iceland. The kick of meeting was held in
August 2008 and the project will run until 2010. The design
of the platform is scheduled to be ready at the end of 2008
and pilot tests should begin early 2009.
ONLINE AND CONSOLE GAMING
As in other countries, computer and online game use among
children and teenagers has been an area of concern in
Iceland, particularly young children’s use of violent and/or
disturbing games that are rated for much older age groups.
Earlier studies have also shown that children are buying
games not intended for their age group and parents are also
buying inappropriate games for their children. In December
2007 SAFT launched a new campaign on console and online
gaming, focusing on the PEGI ratings. The campaign was
based on a previous and highly successful PEGI media
campaign from 2005. A brochure for parents on computer
games and the PEGI rating system was updated and
published by SAFT in cooperation with The Association of
Film Rights Holders in Iceland, with support from Microsoft
Iceland. The brochure was distributed to all elementary
school children in Iceland. Retailers introduced
the PEGI system to their customers and all store
staff was trained in respecting the age limits when
selling games. Advertisements were put on busses
in the Reykjavik metropolitan area and ran in
December and throughout January, ads were put in
newspapers and all movie theathers in Iceland ran a
screen ad for free the whole month of December.
Awareness material from the PEGI campaign
TOURING ICELAND
In April and May 2008 SAFT project managers toured Iceland
with the seminar “You are what you do online”, visiting 10
of the highest density areas across Iceland. Parallel to the
seminar a media campaign, focusing on the message “You
SAFT
MÁ
ÞÚ ER LÞING
T
GERIR ÞAÐ SEM
Þ
Á NET
INU Ú
SAFT
MÁLÞ
ING UM
SAFT,
ALLT
vakning
LAND
netnot
kun bar arverkefni
miðlum
um
na
, stendu og ungling jákvæða
land
í
apríl og r fyrir opn a á Netinu og örugga
og ten
maí 200
um mál
• Aku
8.
þingum gdum
um allt
• Egi reyri
• Bor
• Ísafjlsstaðir
• Sau garnes
• Gru örður
• Ves ðárkrókur
• Höf ndarfjörður
n
• Sel tmannaeyja
r
• Reyfoss
upplýs
ðarfjörð
ingar
ur
á www.s
aft.is
Nánari
Hlíf Böðvarsdóttir introducing SAFT in one of the seminars
8
are what you do online”, was aired in all major media. Children,
parents and educators were encouraged to participate in the
seminar workshops which were held at night. The seminar,
particularly the format, received much media attention
and numbers of schools across Iceland have asked SAFT
COMMUNITY, FAMILY AND TECHNOLOGY
Comparing results of the SAFT 2003 and SAFT 2007 surveys
there are clear signs of significant success from previous
awareness activities from the Icelandic node and the SAFT
project. Children are now more concerned about what
information is appropriate to make available online, what
activities are illegal, and think more about source criticism
and net-ethics. Significant increase has been detected
among parents discussing safe use of the Internet and
other new media with their children.
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
The 2003 and 2007 survey results have been the source
for number of university thesis on youth culture and use of
24
new media. The data is also used in the meta-study currently
conducted by the project EU Kids Online. SAFT participates
in the EC Safer Internet funded project EU Kids Online,
thus providing the project with excellent means of sharing
our research and comparing and learning from other participants. The EU Kids Online project (2006-2009) examines
research carried out in 20 European countries on how
children and young people use the Internet and new media.
The complete SAFT survey reports are available in English on
our website www.saft.is/kannanir.
FILE SHARING AND DOWNLOADING
Results of the SAFT 2007 surveys show that over 35% of
children think it is illegal to download and share copyrighted
films, games and music. Despite that more than 51% think
they will download and share in the near future. A brochure
on file sharing and downloading was published in February
2007 in cooperation with The Association of Film Rights
Holders in Iceland and Samtónn, a joint copyright organization for authors, performers and producers of music. The
brochure was distributed to all pupils in elementary schools
in Iceland aged 6-16, a total of around 45.000. The pupils
were asked to take the brochure home and discuss with their
parents, and teachers were provided with teaching guides
on how the material could be used in the classroom.
A brochure on files sharing
and downloading
A brochure for parents on
mobile phone safety
MOBILE PHONES
A brochure for parents on mobile phone safety was
published in November 2005, in cooperation with Vodafone.
The brochure was revised and republished in December
2007. The brochure was distributed at parental meetings
in schools and sent to the general public, by request, after
a successful promotion in all media. Vodafone also distri-
buted the brochure with all new mobile phones sold and
made it available in all of their stores. Among the topics
covered in the brochure are camera phones, parental
access, safety issues and advices, bullying and malicious
communications, theft, spam, illegal images, responsible use
and tips for parents.
Advise your children:
• to only give their number to family and friends they know well and trust
• not to be persuaded by anyone to confide very personal information about themselves or to do anything
which they would be ashamed or embarrassed by if it was later revealed through a mobile phone
• to think very carefully before sending any pictures and video clips of themselves - these are easy to change
and could end up in the wrong hands
• not to reply to text or picture messages that they don't want to receive - the best way to deal with bullying
is not to react
• not to leave their name on their voicemail as this confirms to any callers that it's their mobile
• to tell someone they trust if anyone uses a camera phone in a way that makes them feel uncomfortable
• not to leave their mobile unattended
Examples of advices for children on mobile phone use
7
FINAL PUBLIC REPORT
that they are advanced or intermediate users, 10% say that
they are expert users and 12% say that they are beginners.
All children have access to a personal computer (99% have
access at home) and around 99% have Internet access at
home. Hence, most of their Internet activities take place
within their home. Over 78% of the children say that they
first used the Internet at home.
Almost 43% of the children say that they have learned
most about the Internet by exploring or experimenting
themselves while 46% say that they have mostly learned
about the Internet from friends their own age. About 42%
says that they have learned from their parents and a quarter
of the children have learned most from their siblings while
only 17% children say that they have learned the most from
their teachers. These results suggest that further training
and awareness raising needs to be done among the teaching
profession in Icelandic primary schools in order to increase
How many hours do you spend daily on
computer games on the Internet?
Less than 1 hour
1-2 hours
3-5 hours
6-9 hours
53.2%
32.4%
1.1%
10-14 hours
More than half of 9-12 year old children say that parents
usually buy the games and 22.4% say that they buy the
games themselves. Boys (50.5%) are more likely to buy their
games themselves than girls (16%). A higher proportion of
children age 13-16 buy their own games than 9-12 year old.
Among children, aged 9-12, 25% have purchased games not
intended for their age group. Around 22% of 9-12 and 44%
of 13-16 year old never check if the games are intended for
their age group.
Only 10% of the children surveyed say that they have had
regular education in school about the Internet, 41% say that
they have had a few lessons and others have had very little
or no education in school about the Internet. When asked
what the education was about, 35% mentioned technical
issues like how to connect to the Internet and 59% said that
they had had instructions on safe use of the Internet. About
half of the children mentioned that they had learned about
what was illegal to do on the Internet. Close to 15% of the
children reported to have been bullied online, like receiving
unpleasant message by email or MSN.
About 29% of the children report to have been asked to
meet people they meet online. Of those 22% report having
met the person and one third of them went to these meetings
alone.
10.1%
2.9%
0.3%
15 hours or more
their involvement in promoting safe and enjoyable Internet
use for all children.
Results also suggest that many parents know little or
nothing about what video games their children are playing.
Close to 27% of the children report that their parents know
little or nothing about what games they are playing on their
computers. Around 40% of the children report that parents
know little or nothing about what games they play online
(36% girls and 45% boys). The results also suggest that
close to 25% of children within this age group are spending
from 3-14 hours per week playing on their computer and
close to 25% report spending the same amount of time
playing online. Around 14% of the children spend more than
6 hours a week playing online and 4.2% more than 15 hours.
About 12% are spending more than 6 hours a week playing
on their computer and 3.2% more than 15 hours.
In the past 6 months, have you ever been harassed,
upset, bothered, threatened or embarrassed by
anyone chatting online?
March-April ‘07
A recent national survey
suggests that over 53% of the
Icelandic population know the
SAFT project, equally distributed
across age groups and geographical
location. Of those, over 90% say
that the project is very positive
and much needed.
How old were you when you first used the Internet?
36.2%
25.1%
22.1%
7.9%
7.5%
Younger
5-6 years
then 5 years
7-8 years
1.1%
9-10 years 11-12 years 13-14 years
Where did you first use the Internet?
March-April ‘07
85.1%
14.9%
February ‘03
89.9%
February ‘03 10.1%
Yes
62.8%
No
At home
At school
25.1%
25
6
14.8%
78.3%
0.1%
At a friend’s house
At an Internet café
0.1% 3.9%
2.9%
6.8%
5.1%
LOKASKÝRSLA
Other place
COMMUNITY, FAMILY AND TECHNOLOGY
Safer Internet Day 2008
connection with Safer Internet Day a student competition
on creating awareness material was held. Over 35 Icelandic
students posted their material on the INSAFE portal. The
Icelandic node awarded two schools in Iceland, Háteigsskóli
and Síðuskóli, for their participation. Students in both
schools used the 5 advices on net-ethics introduced in the
AUGA campaign in early 2007. Students from Hateigsskoli
also showed a short play they wrote based on the 5 advice
on net-ethics and premiered at the Borgarleikhus theatre
earlier that year.
TECH-KNOW NORTH 2007
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
SAFT participated in a grand exposition called Tech-Know
North 2007 in March 2007. The exposition showcased the
hi-tech and IT industries in Iceland. Over 100 participating
companies demonstrated new technology and high-tech
services to over 15.000 guests.
26
Winners of the student competition with their teacher
Everything you do online reflects who you are
Treat others as you would like them to treat you
Don’t participate in something you are not sure what is
Remember that everything you put online
is open to all
You are responsible for what you do
and say online
1. 2. 3. 4. 5. 5 ADVICES ON NET-ETHICS
CONSULTATION FROM INDUSTRY AND
OPINIONS ON NEW LEGISLATION BILLS
SAFT project managers were approached several times
during the project term by governmental agencies and
industry alike who wanted to present its work on Internet
and new media related issues, consultation on web content
and design, e-ID, and, the collection and handling of personal
information by the industry. The Ombudsman for Children
and The Ombudsman for Consumers asked for written
comments on a new directive on direct marketing towards
children and the Parliament also asked SAFT to give written
opinions on new legislation bills.
SAFT participated in the grand exposition Tech-Know
North 2007
NATIONAL SURVEY ON INTERNET AND MOBILE PHONE USE
The most comprehensive statistics on Internet use that
are available in Iceland and on new online technologies are
from the SAFT surveys which were conducted among close
to 1000 parents and children in Iceland in late 2002 and
early 2003 and repeated within the current project in early
2007. These surveys are the most comprehensive surveys
ever done in Iceland in the field of children and online media
and have provided a unique information base for awareness
measures and for further “behavioural” research by university
professors and students.
According to the latest survey results from 2007 majority
(>98%) of parents of children between 6-16 years, which
have Internet access at home, use the Internet. Most parents
(>83%) use it every day and additional 13% say that they use
it several days per week. Almost 77% of parents say
FINAL PUBLIC REPORT
5
LOKASKÝRSLA
27
A leaflet and poster with 5 advices on good online conduct
was published and distributed in all elementary schools
the campaign was conducted early November 2007 with relaunching of the media campaign.
Prior to the campaign, a national survey on various concepts
related to the concerns of the general population on online
conduct was conducted. In short, the campaign was a major
success. In the first week of the campaign SAFT reached
over 70% of the total population in Iceland, through TV,
radio, newspapers and online media. A post national Gallup
poll indicated that over 99% of those that had noticed the
campaign thought it had a very positive message and that
it got them thinking, in more depth, about online conduct.
A leaflet and poster with 5 advices on good online conduct
was also published and distributed to all elementary schools
in Iceland during the campaign. Many teachers used the
opportunity to discuss net-ethics with their students and
three schools (on different school levels) chose net-ethics
as a theme for plays they wrote themselves and performed
to the public in Borgarleikhús theatre, the second largest
theatre in Iceland,. The campaign generated a lot of media
coverage in all media and in the online blog and chat
communities.
SAFER INTERNET DAY 2007 AND 2008
On Safer Internet Day 7 February 2007 SAFT organized a
conference on net-ethics and responsible use of the Internet
under the title "The Internet Labyrinth" The conference was
streamed online and is available on the SAFT project website.
Over 100 people attended the conference and around 100
participated online. The conference topics covered social
responsibility of ISP, online piracy and understanding youth
and family use of the Internet and new media. The key speaker
was Anna Kirah, psychologist and former chief designer of
new products at Microsoft, who gave a speech about how to
bridge the gap between the digital native mindset and the
digital immigrant mindset.
SAFT also participated in pan European activities planned
for this day. A one day campaign was launched on all major
TV stations using an adopted and translated version of the
KlickSafe media spot, developed by the German awareness
node. A press release informing about other EU activities
was also sent out to all media. The conference, campaign
and other SID activities generated a lot of media coverage
in Iceland and Anna Kirah was interviewed by several media
on her theory on how to bridge the gap between the digital
native mindset and the digital immigrant mindset.
On Safer Internet Day 12 February 2008 SAFT organized a
conference under the title “You are what you do online” and
participated in other EU activities scheduled for this day.
Over 100 people participated in the event. The Minister of
Industry, Energy and Tourism opened the conference but the
plenary session was followed by workshops where parents
and children discussed Internet safety related issues. In
An invitation to
participate in the
Safer Internet Day
2007
SAFT MÁ
LÞING
Á ALÞJÓ
NETÖRYGG ÐLEGA
ISDAGINN
12. FEBR
ÚAR 2008
• Netið, ják
vætt eða nei
• Eig
kvæ
An invitation to
participate in the Safer
Internet Day 2008
ÞÚ ERT ÞA
Ð
SEM ÞÚ G
ER
Á NETINU IR
um við að
tt? Í tilefni
trúa öllu því
af
við sjáum
sem 12. febrúar Alþjóðlega netöryggisde
og
2008
ginu
m,
,
stendur SAF
þriðjudaginn
• Snúast fars lesum á Netinu?
jákvæða og
T, vakninga
örugga netn
ímar bara
rverkefni
otkun barn
tengdum miðl
um að
um
„tengja fólk
a og unglinga
um, fyrir opnu
á Netinu og
það sem
málþingi undi
• Högum við “?
þú gerir
r yfirskrift
á Netinu“.
inni „Þú
Kenn
okkur á ann
í netheimu
an hátt hefuraraháskóla Íslands og sten Málþingið verður hald ert
ið í
dur frá kl.
m en rau
á síðustu
16.0
nhe
0-18
imu
.00. SAFT
m? netöryggisdaginn,árum staðið fyrir viðburðu
sem nú er
m á Alþjó
haldinn í fimm
ðlega
ta sinn.
Markmið
málþingsins
er að drag
nemenda og
a annars
hins vegar
vegar fram
foreldra og
göllum Nets
sýn
kennara á
ins. Hvar
helst
dreg
u
kost
ur hópana
Einnig verð
um og
saman og
ur áhersla
hvar skilur
lögð
varðandi
á
að
fá
að?
fram fram
örugga og
tíðarsýn hópa
ánægjulega
Þátttakendur
nna
notkun og
vinna fyrst
þróun Nets
í tveimur
lýkur með
ins.
málstofum
sameiginlegri
en málþingin
kennara þar
málstofu
u
sem gerð verð
nemenda,
foreldra og
ur grein fyrir
niðurstöðum.
DAGSKRÁ
16:00 Setn
ing ráðstefnu
nnar
Foreldrar/ken
narar:
Máls
tofus
tjóri er Páll
Ólafsson,
félag
hjá Fjölskyldu sráðgjafi
heilbrigðis - og
sviði
Garðabæjar
Nemendur:
Málstofus
tjóri
er Margrét
Sigurðard
óttir,
æskulýðsf
ulltrú
Seltjarnarness i
17:00 Kaffi
17:15 Sam
gönguráð
herra
,
Kristján L.
Möller, flytu
ávarp
r
17:20 Sam
antekt úr
málstofum
1755 Stutt
kynning á
fyrirlestraog jafni
ngjaf
ræðsluher
SAFT um landi
ferð
ð
María Krist
ín Gylfadótti
formaður Heim
r,
og Árni Pétu ilis og skóla,
r
forstjóri VodaJónsson,
fone
18:00 Veiti
ngar
Fundarstj
óri:
Svavar Halld
órsson, frétt
RÚV
amaður hjá
Staðsetning
málþings:
Kennaraháskó
hlíð. Málstofur li Íslands, við StakkaH202 og málþ verða í stofum H201
og
ing í Bratta.
Þátttaken
dur:
Málþingið
er öllum opið.
sérstakleg
Nemendur
a boðnir velko
eru
foreldrum
sínum og kenn mnir ásamt
urum.
Vinsamleg
a tilkynnið
þátttöku með
tölvupósti
á saft@saft.
is.
Ekkert þáttt
ökugjald.
Sameiginle
g málstofa
verður í beinn
(http://sjo
nvarp.khi.i
s) frá kl. 17.00 i útsendingu á Netin
u
-18.00.
4
COMMUNITY, FAMILY AND TECHNOLOGY
28
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
SAFT also succeeded in establishing cooperation with all
major outlets of the mass media in Iceland. These outlets
were also active in promoting the SAFT project and different
issues concerning the safety of children in the use of the
Internet and new media. SAFT received more visibility in the
media as the project progressed and SAFT project managers
were regularly approached and interviewed by the media
and asked to comment on matters concerning children’s and
young people’s use of the Internet and new media.
One of our main objectives was to provide information
about Internet safety for children, parents and teachers,
plus opportunities to discuss problems and share possible
preventive measures. Our awareness campaigns thus
focused on promoting positive messages about Internet and
new media use throughout the community.
Newspaper coverage on the Pan-European Game
Information (PEGI) age rating system
MEDIA CAMPAIGN ON NET-ETHICS
SAFT surveys show that use of and access to the Internet in
Iceland is over 99% in the age group 9-16. The development
of the Internet and mobile phone technology has progressed
in such speed that keeping up has been difficult for many.
Our surveys also indicate that parents are not well enough
informed on their children’s use of the Internet and also
that children would like their parents to take more interest
in their online activities. Number of indicators, including
increased online bullying and meeting strangers online, has
“Survey results point out an
obvious need to raise awareness
of the fact that the Internet
and new media is an open
environment where similar rules
of communication apply as in the
physical environment”
pointed out an obvious need to raise awareness of the fact
that the Internet and new media is an open environment and
that that similar rules of communication apply there as in
the physical environment.
A high profile media campaign on net-ethics, involving all
major media in Iceland, was launched in all mass media in
January 2007 and ran for two weeks. The campaign was
re-launched in April 2007 and ran for another two weeks
in all media. This campaign was supported by a grant SAFT
received from the AUGA-AD-AID, a fund formed by the
Society of Icelandic Advertising Agencies in collaboration
with the largest media companies in Iceland, The
Association of Icelandic Marketing Professionals, and with
The Association of Advertisers. The Ad-Aid aims at assisting
non-profit organizations in promoting their cause. AdAid was responsible for the design of the media campaign
and finding a sponsor to pay for the airing. SAFT project
managers worked actively with Ad-aid on designing the
message of the net-ethics campaign and were responsible
for creating a leaflet and poster with 5 advices on good
online conduct which was published and distributed to all
elementary schools during the campaign. A follow-up on
A high profile media campaign on net-ethics,
involving all major media in Iceland, was
launched in all media in January 2007
3
FINAL PUBLIC REPORT
LOKASKÝRSLA
29
SAFER INTERNET PLUS PROGRAMME
The Safer Internet plus Programme is a successor to the Safer Internet
Action Plan which ran from 1999-2004 with a total budget of € 38.3 million.
37 projects were co-funded in the first 4 years of the Safer Internet Action
Plan. The 2-year extension allowed a further 52 projects to be co-funded. The
4-year Safer Internet plus programme (2005-2008), proposed by the European
Commission, has a budget of € 45 million to combat illegal and harmful
Internet content. The programme aim is to promote safer use of the Internet
and new online technologies, particularly for children, and to fight against
illegal content and content unwanted by the end-user, as part of a coherent
approach by the European Union.
The programme has four main actions:
•
•
•
•
Fighting against illegal content on the web;
Tackling unwanted and harmful Internet content;
Promoting a safer Internet environment;
Raising awareness of safer Internet use in society.
Within this programme National Awareness Nodes have been created in 27 European countries.
The Awareness Nodes are also part of a European network called INSAFE (www.saferinternet.org)
which is coordinated by the European Schoolnet (www.eun.org).
SAFER INTERNET PLUS PROGRAMME IN ICELAND
Heimili and skoli, The National Parent Association in Iceland,
has been the National Awareness Node for Internet Safety
in Iceland since 2004. The name created for the awareness
raising efforts is Samfélag, fjölskylda og tækni (Community,
Family and Technology), with the acronym SAFT. The project
aims are to raise awareness on the safe and positive use
of the Internet and new media among children, parents,
teachers, policy makers, and the ICT industry in Iceland.
Our mission statement is to empower children and parents to
enjoy the Internet and other new media in a safe and positive
way. Our main focus for the period 2006-2008 was raising
awareness on net-ethics, computer game rating, source
criticism, use of mobile phones and personal protection on
the Internet.
The program was directed, on behalf of Heimili and skoli,
by Maria Kristin Gylfadottir, former president of the
organization, and Gudberg K. Jonsson and Hlif Bodvarsdottir
project managers, with active participation of other
members of the organization. Our Project Management
Committee included representatives from the Ministry of
Education, Culture and Science in Iceland, the University of
Iceland, and the Teachers´ Union. Our Steering Committee
included representatives from different stakeholders
groups, such as government agencies, the industry, research
centres, different bodies within the educational system and
prevention measures agencies and groups.
PROGRAM IMPLEMENTATION
During the project term SAFT instigated and participated
in a variety of activities and events where awareness of
Internet and new media safety were in the forefront. This
includes participation in conferences and symposia for
children and parents held across Iceland, participation in a
large tech exposition, seminars with parents, roundtables
with stakeholders, peer-to-peer talks with educators, and
2
smaller presentations to target audience, for example at
parent association meetings in schools. In addition, the SAFT
awareness and educational materials were sent to all parent
associations and compulsory schools. The SAFT website was
also promoted actively as a source for awareness, user tips
and educational materials.
COMMUNITY, FAMILY AND TECHNOLOGY
30
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
TABLE OF CONTENTS
Safer Internet Plus Programme
02
Safer Internet Plus Programme in Iceland
02
Program Implementation
02
03
National Cooperation
SAFT Helpline
SAFT website
SAFT Education Modules
SAFT Youth Panel
Guidelines on Good Online Practices
Touring Iceland
Online and Console Gaming
eID – Electronic identification
Mobile Phones
File Sharing and Downloading
National survey on Internet and mobile phone use
Consultation from industry and opinions on new legislation bills
Tech-Know North 2007
Safer Internet Day 2007 and 2008
Media campaign on Net-Ethics
04
05
05
05
07
07
08
08
08
09
10
11
11
12
12
Cooperation with the INSAFE network
13
Conclusion
13
The project is co-funded by the European
Union through the Safer Internet Plus Programme,
http://ec.europa.eu/saferinternet
LOKASKÝRSLA
31
32
SAMFÉLAG, FJÖLSKYLDA OG TÆKNI
SAFT
Community, family and technology
Final Public Report
2006 – 2008